is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30937

Titill: 
  • Staðarandi í Reykjavík : endurnýting mannvirkja skoðuð í samhengi við hugtakið staðarandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að nota hugtakið staðarandi til þess að færa rök fyrir gildi þess að endurnýta byggingar og mannvirki. Byggingar geta verið minnisvarðar um þróun okkar sem samfélags hér á jörð. Það er hluti af okkar daglega lífi að í umhverfi okkar þurfi byggingar sem glatað hafa hlutverki sínu að víkja úr vegi til þess að bjóða upp á möguleika nýrra bygginga með ný hlutverk og því eru þær gömlu rifnar niður. Saga, tími og minningar geta því kallað fram sorg í huga fólks þegar byggingar falla og þessi atriði vega oft þungt þegar metið er hvort vernda eigi byggingar. Svo mikið er víst að stöðug hringrás uppbyggingar og niðurrifs, þar sem byggingar rísa og falla, hefur ekki góð áhrif á umhverfið ef litið er til þess hvernig við komum fram við jörðina.
    Hugtakið staðarandi verður skoðað í samhengi við fyrirbærafræði. Í fyrirbærafræði er haldið fram mikilvægi þess sjónarhorns er bundið við frásögn fyrstu persónu. Að túlkun hvers einstaklings á fyrirbæri markast af eigin reynslu og þekkingu. Því snertir fyrirbærafræðin einnig hve mikilvægt það er að greina hver þau grundvallaratriði eru sem gera fyrirbæri móttækileg til skynjunar. Þau grundvallaratriði sem fyrirbærafræðin telur mikilvæg og tekur fram eru tíminn og sagan. Tíminn og sagan eru þau öfl sem hafa hvað mestu áhrifin á að móta okkur sem og umhverfið okkar. Þeir ósýnilegu kraftar geta því ljómað um borgir og veitt sköpunarkraft.
    Í ljósi þessa hugtaks fór ég að skoða þrjár byggingar innan Reykjavíkur. Það eru byggingarnar Hafnarhúsið við Reykjavíkurhöfn, Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og Hlemmur. Allt eru þetta staðir sem hafa skipt samfélagið miklu máli á einn eða annan hátt. Því eru þessi mannvirki minnisvarðar á þróunarsögu Reykjavíkur frá því að vera sjávarþorp yfir í þá borg sem við þekkjum nú. Þessar þrjár byggingar hafa gengið í gegnum hlutverkaskipti og frá þeim spratt upp nýtt líf. Nýtt hlutverk bygginganna beinist nú að listsköpun. Myndlist, tónlist og matargerðarlist. Byggingarnar eru gamlir starfsvettvangar iðnaðar hér á landi sem hafa með hlutverkaskiptum byrjað að hýsa nýja tegund af iðnaði. Með tímanum höfum við uppfært borgarsöguna með nýrri virkni innan eldri mannvirkja og styrkt þar nýja starfsemi sem heldur nútímasamfélaginu gangandi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Matthildur_BA_Ritgerd.pdf3.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna