is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3094

Titill: 
  • Tibet : past, present and future : the question of self-determination for Tibet
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þjóðarrétt, þá verður sérstaklega farið inn á svið mannréttinda sem er eitt af sérsviðum þjóðarréttarins. Ritgerðin fjallar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og tekið verður fyrir málefni Tíbeta. Tíbetar halda því fram að þjóðin hafi verið sjálfstæð fyrir hernám Kínverja árið 1950. Kannað verður hvort að saga Tíbeta sýni fram á að þjóðin hafi verið sjálfstæð og mun höfundur reyna að svara sprurningum um lögmæti hernámsins. Fjallað verður um þróun sjálfsákvörðunarréttar í sögulegu samhengi. Heimsmyndin hefur breyst með tímanum og hugtakið þróast í takt við tímann. Sjálfsákvörðunarréttur hefur breyst úr því að vera pólitískt umfjöllunarefni yfir í það að vera grundvallar mannréttindi í þjóðrrétti. Eftir að Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti ályktun nr. 2625 árið 1970 fékk sjálfsákvörðunarrétturinn víðari túlkun og fleiri þjóðir fá nú að njóta hans. Þjóðir sem búa við aðstæður sem brýtur í bága við Stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna svo sem hernám, kúgun, eða stöðug mannréttindarbrot hafa nú möguleika á að njóta réttarins.
    Ræddar verða forsendur til að njóta réttarins og ákveðnir hópar skoðaðir út frá því.
    Dregin er sú ályktun að Tíbetar hafi haft allar forsendur til að vera skilgreindir sem “fólk” samkvæmt skilgreiningu þjóðarréttarinns og hafi uppfyllt öll skilyrði réttarríkis fyrir hernám Kínverja. Tíbetar hafa búið við kúgun og stöðug mannréttindarbrot af hálfu Kínverja frá 1950 og ættu þar af leiðandi að fá að njóta sjálfsákvörðunar án afskipta kínverskra stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 24.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tibet__medformala_fixed.pdf827.55 kBLokaðurTibet: past, present and future - heild (með formála) PDF
Tibet__anformala_fixed.pdf824.22 kBOpinnTibet: past, present and future - heild (án formála) PDFSkoða/Opna