Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30940
Staðsetning byggingarinnar er valin útfrá nálægð við þá krafta sem hafa myndað og mótað Hveragerði: Varmá, Hamarinn, Reykjadalur, Reykjafjall, hveravirkni, náttúrulíf, skrúðgarður, sundlaug og vinsælar gönguleiðir. Þak byggingarinnar er hluti af gönguleið um svæðið sem býður uppá fjölþætt útsýni yfir Hveragerði í heild sinni.
Inni í aðalhluta byggingarinnar er listasafn samansett af vinnustofum staðsettum í kring um stórt krosslaga sýningarrými. Kjarni þess er miðlægur hringstigi sem deilir sýningarrýminu upp í fjóra hluta. Sýningar og vinnurými flæða saman og gestir og listamenn fá tækifæri til að upplifa ferlið á bakvið listina sem verður til á safninu. Sunnanmegin í byggingunni eru vistarverur listamanna. Sameiginlegt eldhús og stofa mynda ramma utan um samneyti og samveru listamannanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lifandi safn Greinagerð Ríkarður Már Ellertsson.pdf | 25,71 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |