Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30943
Samfélagsleg þróun sauðfjárbúskaps á Íslandi er löng saga. Margt hefur breyst síðan að Íslendingar treystu að miklu leyti á íslensku sauðkindina til þess að bæði fæða sig og klæða. Barátta bænda hefur verið hávær og mikil síðustu misseri og var til að mynda kallaður bráðavandi í fjölmiðlum síðastliðið haust. Áhugi kviknaði að fá persónulega nálgun á þennan vanda sem íslenskir sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Verkefnið inniheldur því eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tvo unga bændur til þess að forvitnast um stöðu þeirra í sauðfjárbúskap og sýn þeirra á greininni.
Megin spurningar rannsóknarinnar eru, sjá ungir bændur framtíð í því að stunda sauðfjárbúskap sem atvinnugrein? og er þróun sauðfjárbúskaps á Íslandi að breyta greininni úr atvinnugrein í dýrt áhugamál. Í fyrsta kafla verður almennt farið yfir sauðfjárbúskap á Íslandi, samfélagsbreytingar á dreifðum byggðum og baráttu bænda síðustu ár. Í kafla tvö eru viðmælendur kynntir og greint frá niðurstöðum viðtalsrannsóknar og þar verður komið inn á afurðastöðvarnar, vangaveltur hvort lambakjöt sé enn þá þjóðarréttur Íslendinga og staða sauðfjárbúskaps í dag. Í þriðja kafla er síðan almennt tekin fyrir sauðfjárrækt á Nýja Sjálandi og borið saman við greinina hér á landi og greint frá svörum viðmælenda hvort þeir haldi að þessi grein gangi betur annarsstaðar í heiminum. Í fjórða og síðasta kafla eru síðan umræða og niðurstöður rannsóknarinnar.
Lykilhugtök: Sauðfjárbúskapur, ungir bændur, atvinna, áhugamál.
For many years icelanders depended on sheep farming for survival. A lot has changed since then and icelandic farmers are in a difficult position. In recent years the decrease in consumption of the icelandic lamb, changes in residency where icelanders are more and more relocating from the rural to the urban areas are impacting this industry. This thesis contains a qualitive research where two young Icelandic sheep farmers were interviewed to shed some personal light to the current situation. The main questions are, do young sheep farmers see a future in sheep farming in Iceland as an industry? And with the current development, is sheep farming in Iceland turning into a hobby rather then being an industry? In the first chapter there will be a general overview on sheep farming in Iceland, social changes in rural areas and the current struggle that icelandic sheep farmers are facing. In chapter two the interviewers will be introduced and their comments disclosed on topics such as the processing centers, speculation regarding if lamb is still the national dish and the position of sheep farming in Iceland today. In the third chapter there will be a breif comparison of sheep farming in Iceland and New Zealand and interviewers opinions and thoughts regarding if sheep farming is more successful in other countries. In the fourth and final chapter the conclusion will be discussed.
Key words: Sheep farming, young farmers, employment, hobby
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sauðfjárbúskapur nútímans, áhugamál eða atvinna. BA ritgerð..pdf | 427.5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |