is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30944

Titill: 
 • Forvarnarlegt gildi foreldra : vímuefnaneysla unglinga og samskipti við foreldra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið er unnið út frá niðurstöðum ESPAD gagna frá árum 2007 og 2015. ESPAD rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti, víðsvegar um Evrópu og eru þátttakendur grunnskólabörn á aldrinum 15-16 ára (ESPAD, 2018). Markmið rannsóknarinnar er að skoða vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi, með tilliti til samskipta þeirra við foreldra. Vímuefnaneysla er hér notað sem yfirheiti yfir áfengisneyslu og öll önnur ávanabindandi efni. Tilgátan sem sett er fram er sú að foreldrar hafi forvarnarlegt gildi og að góð samskipti unglinga við foreldra, dragi úr líkum á vímuefnaneyslu. Samskipti er hér notað sem yfirheiti yfir samskipti unglinga við foreldra, heildræn samskipti innan heimilis, heimilsaðstæður, tilfinningalegan stuðning og eftirlit foreldra. Auk ESPAD var öðrum gögnum safnað um sama efni og reyndust niðurstöður ESPAD styðja það sem áður hefur verið sett fram varðandi efnið.
  Niðurstöðurnar rannsóknarinnar leiddu í ljós að reykingar, áfengis- og vímuefnaneysla hefur farið dvínandi hérlendis undanfarin ár. Einnig benda niðurstöður til þess að góð samskipti séu áhrifaríkur þáttur í að draga úr líkunum á vímuefnaneyslu og virðist vera að foreldrar geti spilað forvarnarlegt hlutverk í lífi barna sinna. Eftir því sem samskipti við foreldra eru betri, því minni líkur eru á að unglingar hafi prufað vímuefni.

 • Útdráttur er á ensku

  This research is a secondary analysis of data from ESPAD (The European School Survey Project on Alcohol and other Drugs) gathered in 2007 and 2015. ESPAD gathers data every four years from several countries in Europe. The participants are school children aged fifteen and sixteen (ESPAD, 2018). The goal of the research is to look at substance abuse of Icelandic teenagers, and to see if and how it correlates to the quality
  of their relationship with their paretns. The term „substance abuse“, is used here as a umbrella term for alcohol consuption and all other addictive substances. The hypothesis is, that parents can have a
  preventive influence on their teenagers and that good comunication between teenagers and their parents does reduce the risk of abuse. „Communication“ is here used as an umbrella term for all communication beteen teenagers and their parents, the total spectrum of communication in the home, the conditions in the home, emotional support and involvement of the parents. Data was collected from other sources, and the findings turned out to be consistent with those from ESAPD.
  The concousion is that smoking, alcohol- and drug use of teenagers in Iceland has been declining over the last few years. The findings also indicate that good communication between teenagers and their parents is a important factor in reducing the risk of substance abuse, and that parents can have a preventive influence in their childrens lives. The better the communication is, the less likely teenagers are to try
  addictive substances.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna