is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30946

Titill: 
  • Hver eru áhrif Instagram á sjálfsmynd kvenna á aldrinum 18-30 ára á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsmiðlar eru orðnir gríðarlega vinsælir og gegna stóru hlutverki í lífi margra. Í ljósi þess að við teljum að samfélagsmiðlar, líkt og Instagram, stýri því að miklu leyti hvernig við eigum samskipti hvert við annað, fannst okkur áhugavert að skoða áhrif þeirra á ungar íslenskar konur. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver áhrif notkunar samfélagsmiðilsins Instagram eru á sjálfsmynd ungra kvenna á aldrinum 18-30 ára á Íslandi. Áhrifin verða skoðuð út frá þremur meginþemum; félagslegum samanburði, sjálfsmynd og sjálfsframsetningu á Instagram. Framkvæmd voru fjögur eigindleg viðtöl í formi rýnihópa með fimm til átta þátttakendum í hvorum hóp, viðmælendur voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-24 ára og 25-30 ára. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að notkun Instagram virðist hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna, þar sem endurgjöf í formi „like“ og athugasemda skiptir þær mun meira máli en karla. Einnig eru konur mun líklegri til þess en karlar að bera sig saman við aðra á Instagram og finna sig knúnar til þess að deila einungis því sem er jákvæðast úr sínu lífi með öðrum á Instagram, með það að markmiði að fá jákvæða endurgjöf, til þess að bæta sjálfsmynd sína og sjálfstraust. Allir viðmælendur voru þó sammála um að notkun Instagram hefði að öllum líkindum mun neikvæðari áhrif á sjálfsmynd ungra stúlkna á grunnskólaaldri, þar sem sjálfsmynd þeirra er enn að mótast á þeim aldri.

  • Útdráttur er á ensku

    Social media platforms have grown immensely popular, where usage has become a major part of people’s daily life. Given the fact that we consider social media platforms have grown to become a crucial part of people’s daily life and how we communicate with each other, we felt that it would be interesting to gain insight into the effect they could be having on young, Icelandic women. The main goal of this study was to explore to what extent the usage of the social media platform Instagram is affecting self-image of young Icelandic women aged 18-30 years old. The effects on self-image will be explored within three main themes; social-comparison, self-esteem and self-presentation on Instagram. The present study was a qualitative research in form of focus groups, which had between five to eight participants each. Participants were both males and females aged between 18-30 years old. Main results were that Instagram usage seems to impact young women’s self-image in a negative way, where feedback in the form of likes and comments on a photo, are more important to them than to men. Also, the results were that women are more likely to engage in social-comparison on Instagram than men. Further, women seem to feel the need to share the most positive things from their lives, with the goal to receive positive feedback from others and therefore, to improve their self-image and self-esteem. All participants appeared to agree that the effects of Instagram could probably impact the younger generations of women, especially girls in their early teenage years, in a more negative way, mainly because their self-image is still developing at that age.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_lokaskjal.pdf416.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna