is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30948

Titill: 
 • ,,Hugurinn ber mann hálfa leið" : hugræn færni íslenskra knattspyrnukvenna : samanburður á tveimur efstu deildum á Íslandi og A landsliði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var framkvæmdur samanburður á milli þriggja hópa íslenskra knattspyrnukvenna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 110 leikmenn á aldrinum 18-34 ára í tveimur efstu deildum íslenskrar kvennaknattspyrnu; Pepsi deild kvenna og 1. deild kvenna. Var þeim skipt í tvo hópa eftir því í hvaða deild þeir spiluðu sumarið 2017. Þriðji hópurinn innihélt 32 leikmenn sem spiluðu með A landsliði Íslands 2017 en gögn um þennan hóp voru fengin frá Háskólanum í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sálfræðilega færni, andlegan styrk og íþróttatengdan kvíða hópanna og athuga hvort þessir hugrænu þættir gætu haft áhrif á árangur. Notast var við sjálfsmatskvarðana TOPS (Test of Performance Strategies) til að mæla sálfræðilega færni, SMTQ (Sports Mental Toughness Questionnaire) til að mæla andlegan styrk og SAS-2 (Sport Anxiety Scale-2) til að mæla frammistöðukvíða í íþróttum. Gert var ráð fyrir að þeir leikmenn sem spila á hærra stigi fengju betri útkomur á þessum kvörðum en þeir sem spila á lægri stigum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að A landslið kvenna var ekki með marktækt betri sálfræðilega færni heldur en leikmenn í Pepsi deild kvenna en voru með marktækt meiri andlegan styrk og upplifðu marktækt minni frammistöðukvíða. A landslið kvenna var með marktækt betri sálfræðilega færni og andlegan styrk heldur en leikmenn sem spiluðu í 1.deild kvenna ásamt því að upplifa minni frammistöðukvíða. Leikmenn sem spila í Pepsi deild kvenna voru ekki með marktækt betri sálfræðilega færni heldur en leikmenn í 1. deild kvenna en voru með marktækt meiri andlegan styrk og upplifðu marktækt minni frammistöðukvíða. Almennt fengu leikmenn betri útkomur úr kvörðunum eftir því sem þeir spiluðu á hærra stigi.
  Lykilorð: sálfræðileg færni, andlegur styrkur, frammistöðukvíði í íþróttum.

 • Útdráttur er á ensku

  The present study examined the difference between three groups of Icelandic women soccer players. The participants were 110 players between the age of 18-34 who played in one of the two highest divisions in Iceland; Pepsi deild kvenna and 1. deild kvenna. Participants were split into two groups based on which division they played in during the summer of 2017. The third group contained 32 players who had played with the Icelandic women's national team during 2017 but their data was provided by Reykjavík University from a previous research. The main objective of this study was to compare psychological skills, mental toughness and sports anxiety between the groups and to see if these cognitive skills could be important factors in success. Measurements were three questionnaires; TOPS (Test of Performance Strategies) to measure psychological skills, SMTQ (Sports Mental Toughness Questionnaire) to measure mental toughness and SAS-2 (Sport Anxiety Scale-2) to measure competitive anxiety. We expected that the higher level the players played at the better their results would be on the questionnaires. The results of the study revealed that players in the national team did not have significantly better psychological skills than those who play in Pepsi deild kvenna but they did have significantly more mental toughness and experienced less competitive anxiety. National team players had significantly better psychological skills and mental toughness than players in 1. deild kvenna and experienced less competitive anxiety. Players who played in Pepsi deild kvenna did not have significantly better psychological skills than those who played in 1. deild kvenna but did have significantly more mental toughness and experienced less competitive anxiety. In general, players who played at higher levels got better results on the questionnaires than those who played at lower levels.
  Keywords: psychological skills, mental toughness, competitive anxiety.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Lokaskjal.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna