is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30949

Titill: 
  • Náttúruöflin og mannvirki : hvernig hafa náttúruöflin áhrif á mannvirkjagerð og hvernig nýtum við þessa krafta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni hef ég leitast við að kanna hvað frumkraftarnir standa fyrir hér á landi, reynt að skilgreina þá, og finna heimildir um áhrif þeirra á mannvirki og nýtingu í daglegu lífi okkar. Áhrif þeirra eru margþætt, enda erum við í stanslausu sambandi við þessa umliggjandi krafta í okkar daglega lífi. Þar sem ekki er mikið af rannsóknum á þessu sviði þá hef ég ákveðið að treysta einnig á eigin upplifanir sem hluta af heimildum í leit að bæði hversdagslegum sem og einstökum upplifunum á tengslum náttúrukrafta og arkitektúr.
    Náttúruöfl eru öfl sem eiga sér stað í náttúrunni, við höfum flest kynnst þessu öflum og erum farin að skilja eitthvað um þau og höfum jafnvel náð að nýta okkur þessi öfl að einhverju leyti. Þó er ekki hægt að segja að við skiljum virkileg hvað þau eru eða hvernig þau verða til, hvað þá að við getum stýrt þeim. Þau eru samofin og hluti af stærri heild. Margt þarf að hafa í huga við gerð mannvirkja, þekking á eðli frumkraftanna er grunnurinn, og bæði vísindaleg- og staðarþekking kemur saman við hönnun þeirra ef vel á að vera. Vanþekking á kröftunum getur leitt til áhættu í daglegu lífi. Ýmsar hamfarir hafa eytt mannvirkjum og tekið líf, en einnig hafa þær orðið til hagsældar. Áhugaverð svæði geta myndast og orðið innblástur til tengingu mannvirkja og náttúru sem gefa tækifæri til að skilja og upplifa náttúrukraftana betur. Mannvirki eru oftast byggð til að skýla sér frá frumkröftunum en að njóta þeirra er ekki síður mikilvægt og það veitir okkur innblástur og verður til betri skilnings og skynjunar á umhverfinu. Hér á landi erum við að vakna upp við að meta þessa frumkrafta að verðleikum og jafnvel í peningum, samanber ferðamannastrauminn hingað og ný verndunarsjónarmið. Frumkraftarnir eldur, jörð, vatn og loft eru kraftar sem við gætum verið meðvitað um á hverjum degi því að nýting þeirra og áhrif eru samofin okkar daglegri tilveru.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman lokaskil BA_Ritgerð_Sturla Hrafn_Solveigarson_Náttúruöflin_og_mannvirki.pdf3.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna