Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30952
Á Friðarstöðum fléttast náttúra og saga saman. Byggt er ofan á og innan í tvo grunna gamalla gróðurhúsa og þeim gefið nýtt líf með galleríi, aðstöðu fyrir listmeðferð og vinnustofur listamanna. Í tveimur nýbyggingum er annars vegar heilsulind sem afmarkar miðlægt torg þar sem heit gufa leitar upp úr jörðinni og hins vegar aðsetur listamanna sem stendur við Varmá. Ferðalagið á milli þessara fjögurra bygginga felur í sér ólíkar rýmisupplifanir sem opna og ögra skynjun. Andleg vellíðan er höfð að leiðarljósi við að skapa áfangastað þar sem náttúruleg birta og vatn er beislað og nýtt á þann hátt sem nýtist tilgangi og starfsemi hverrar byggingar sem best.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viktoría - nýtt tilbúið.pdf | 42,9 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |