is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30953

Titill: 
  • Ingólfstorg : hlúir borgin að mannlífi sínu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á landnámsreit Íslands spratt upp danskt verksmiðjuþorp sem óx í höfuðborg þjóðarinnar. Í örum vexti Reykjavíkur virtist hún ætla að glata tengingunni við uppruna sinn þegar fólk hafði hugann allan við metnaðarfull áform framtíðarinnar. Á meðan skapaðist sár í bæjarlandi Kvosarinnar og myndaðist þá staður í hjarta borgarinnar sem síðan hefur verið í ákveðinni kreppu eða óvissu ástandi í sambandi sínu við borgina.
    Í ritgerðinni verður þetta samband skoðað út frá Ingólfstorgi. Upplifun mín af staðnum er útlistuð og sögulegur bakgrunnur staðarins gerð skil. Menningarlegur bakgrunnur er rakinn út frá atburðum sem hafa haft mótandi áhrif á sögu þess með samband mannlífs við borgina í huga. Að lokum er rýnt í Ingólfstorg út frá rannsóknum borgarfræðingsins William H. Whyte með hliðsjón af fræðum danska arkitektsins og borgarfræðingsins Jan Gehl.
    Ingólfstorg er hjarta Reykjavíkur en margt bendir til þess að það slái ekki sem skyldi. Í daglegu lífi nýtur það lítils af líflegu mannlífi umhverfi síns og en hýsir fáeina jaðarhópa sem hafa skotið þar rótum. Sambandið borgarinnar við mannlíf sitt er vissum skilningi það hún samanstendur af, en í tilfelli Reykjavíkur er eins og sumstaðar hafi myndast rof í þessu sambandi og tengslin hafi glatast einhversstaðar á leiðinni. Borgin virðist á sumum stöðum ekki hlúa að mannlífi hennar. Ef að er gáð kemur í ljós að það er gerir hún svo sannarlega. Rofið má hinsvegar greina í þeirri forgangsröðun sem mannlífi borgarinnar virðist vera flokkað í þegar farsælast væri að öllum líkindum að leyfa flóru mannlífsins að blómstra óáreitt.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorbergur Fridriksson BA Ritgerd Ingolfstorg.pdf467.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna