Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30954
Hveragerði varð til vegna samspils einstakra náttúrugæða sem hafa leitt af sér ólíklegustu hluti. Í dag virðast þessi gæði hafa fallið í gleymsku og ber lítið á þeim í daglegu lífi í bænum. Í viðjum hans má þó enn finna upptök mannvistar á svæðinu, Hveragarðinn. Virkt hverasvæði inn í miðjum bæ þar sem botnlaus kraftur jarðarinnar gýs upp á yfirborðið og myndar einstakt sjónarspil í einkennandi landslaginu. Óhefluð uppspretta orku jafn viðkvæm og hún er ógnandi, sem í dag er einangruð í illa hirtum afkima innan bæjarins og í litlu sambandi við umhverfi sitt. Með sveigjanlegum mannvirkjum sem lagast að ófyrirsjáanlegum háttum jarðvarmans má endurskilgreina Hveragarðinn, færa hann nær bæjarbúum og binda hann mannlífi Hveragerðis á ný. Hinn nýi Hveragarður leitast við að virkja núninginn sem myndast í samspili okkar við náttúruna, viðurværi okkar, og blása lífi í mannlíf Hveragerðis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hveragarðurinn Greinagerð PDF Þórbergur Friðriksson.compressed.pdf | 15,54 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |