Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30955
Eru fyrirfram ákveðnir staðlar um fegurð og ljótleika líkama, hver setur þessa staðla og hvernig verðum við fyrir áhrifum þeirra? Mig langar til þess að skoða þá hugmynd hvort fatlaðir líkamar séu ósjálfrátt flokkaðir sem síðri en ófatlaðir líkamar? Í ímyndum almennings, speglar fólk með fatlanir skilning sinn á því hver þau eru og hvað þau eru ekki. Hér er gengið út frá hinni stöðluðu hugmynd um hvað sé að vera með „eðlilegan,“ heilbrigðan eða „réttan“ líkama. En hvað er „réttur“ líkami? Sem nemi í fatahönnun fannst mér kjörið að rannsaka hlutdeild fags míns með gagnrýnum augum hvað varðar réttindi fatlaðra kvenna. Hvað varðar viðhorfsbreytingu er tískuheimurinn eitt beittasta vopnið gagnvart fullkominni staðlaðri fegurð og líkamsvitund, og hefur hann nánast útilokað líkamlega fatlaðar konur. Er tíska því ekki fyrir alla? Til þess að breytingum varðandi fjölbreytileika verið náð fram þarf fólk innan tískuheimsins að vinda þeim breytingum af stað. Við þurfum að ýta umræðunni um fötlun, ableisma og tísku á annað plan og í rétta átt að jafnrétti og fjölbreytileika.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_Aldis_Run_lokaeintak_PDF.pdf | 1,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |