is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30959

Titill: 
  • Bómull : mest notaði textíll í heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bómull er mest notaði textíll í heiminum í dag vegna eiginleika hennar. Hún er endingargóður textíll með mikla aðlögunarhæfni svo auðvelt er að vinna úr henni. Á hverju ári eru framleidd um 20 milljón tonn af bómull í um 90 löndum.
    Bómullarræktun er stærsta ræktun á hráefni sem ekki er ætlað til ætis og hefur mikil eftirspurn og þá sérstaklega vestrænna landa eftir bómull gert það að verkum að ræktunin er orðin að iðnaði sem margt af fátækasta fólki í heiminum neyðist til að vinna við. Eftir seinni heimstyrjöld varð bylting í bómullarrækt þegar skordýraeitur kom á markaðinn. Með notkun á eitrinu urðu afköstin meiri með minni vinnu fyrir bændur og ræktendur. Nú er svo komið að 16-25% af allri skordýraeitursnotkun í heiminum er notað í bómullarrækt. Þessi gífurlega skordýraeitursnotkun hefur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir nærumhverfi akranna og starfsfólk þess.
    Lífræn ræktun krefst meira gagnsæis en hefðbundin ræktun og eru strangari reglugerðir í kringum allt ferli ræktunarinnar þar sem það krefst ákveðinnar viðurkenningar að geta merkt bómullina sem lífræna. Gæðamerkingar koma frá þriðja aðila sem meta allt ferli ræktunarinnar, frá fræi að framleiðslu og loks að vöru.
    Í þessari ritgerð leitast ég við að skoða muninn á ólífrænum- og lífrænum ræktunaraðferðum bómullar. Hvort það sé mikilvægt að við stundum lífræna bómullarrækt og af hverju? Einnig skoða ég gæðamerkingar og fatafyrirtæki sem nota eingöngu lífræna bómull í bómullar fatalínur sínar en einnig fatarisann H&M sem notar að hluta til lífræna bómull í vörur sínar. Vegna stærðar H&M og ítök þeirra á fatamörkuðum var ekki hægt að líta fram hjá þeim.
    Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar var sú að það er bráð nauðsynlegt að breytingar verði gerðar í ræktun á bómull. Engar rannsóknir sýna að ræktunaraðferðir hafi sjáanleg eða áþreifanleg áhrif á bómullina sem slíka heldur eru það bágar aðstæður verkafólks og mikil neikvæð áhrif á nærumhverfi akranna sem gegnir aðalhlutverki í að ræktunaraðferðirnar þurfa að breytast. Þekking er eini möguleikinn á að auka eftirspurn og eftirspurn er það sem knýr ræktendur og framleiðendur vöru og fatnaðar til að notast meira við lífræna bómull.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bómull-Mest notaðasti textíll í heimi.pdf2.2 MBLokaðurHeildartextiPDF