is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30961

Titill: 
  • Gagnsæi í gerjun : nýsköpun í textíl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mannkynið stendur frammi fyrir þeim vanda að fataframleiðsla er annar mest mengandi iðnaður í heimi og brýtur oft á réttindum bæði verkafólks og neytenda. Að mínu mati þarf að endurhugsa framleiðsluferlið sjálft og skoða nýja möguleika í textílvali. Vert er að hafa sjálfbærni í huga en breyta þarf hugsun okkar um sambandið við náttúruna og vernd hennar. Vitundarvakning neytenda og ákall eftir gagnsæi mun líklega ýta iðnaðinum út í hringlaga hagkerfi með endurnýtanlegum textíl. Ég leitast við að ræða lausnir í framtíðartextíl sem notast við bakteríur og líftækni í framleiðslu sinni. Mörg verkefni eru á tilraunastigi þar sem bakteríur eru nýttar á ólíka vegu í gerð fatnaðar. Slíkir möguleikar eru til staðar í efnisvali sem á endanum munu verða samkeppnishæfir og raunhæfir kostir. Fataiðnaðurinn er að mestu drifinn áfram af gömlum hefðum og til þess að knýja á um breytingar þurfa hönnuðir og neytendur að vinna saman að því að gera fatnað framtíðarinnar að vistvænni afurð.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnsæi í gerjun.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna