Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30963
Í þessari ritgerð er fjallað um svokölluð afrísk munstur. Uppruni þeirra er skoðaður, mismunandi aðferðir sem notaðar eru til að ná munstrunum fram og merkingin sem liggur að baki. Afrísk munstur eru upprunalega komin út frá litunaraðferð sem kallast batik. Í dag eru fjögur algeng orð notuð yfir þessi tilteknu munstur, þau eru Afrísk
munstur, batik, ankara eða Dutch wax print. Í ritgerðinni verður sagt frá muninum á þessum nöfnum og hvers vegna þau ganga ekki undir einu og sama nafninu í öllum tilfellum. Þá er farið yfir ástæðuna fyrir því að Afríka er tengd við þessi munstur en þau hafa verið notuð í Vestur-Afríku lengi. Í ritgerðinni kemur fram að flestir munsturbútar eiga sér nafn og jafnvel sögu, sem fylgir mikil hjátrú. Nöfnin hafa misgóða eða slæma þýðingu, en þekkt munstur eru tekin sem dæmi, farið yfir nöfnin á þeim ásamt því að grafa í merkingu þeirra. Fram kemur hver notkun munstranna er í hinum Vestræna heimi, hvenær munstrið barst til Evrópu og hvers vegna það spratt allt í einu fram á sjónarsviðið. Sagt er frá nokkrum af stærri hönnuðum dagsins í dag sem vinna mest megnis eða einungis með afrísk munstur, ásamt því að skoða hvernig fræga fólkið hefur notað munstrin opinberlega. Þá er farið náið útí notkun Beyoncé á efninu, enda hefur hún sést töluvert mikið í afrísku munstri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Selma_Cassaro_Afrísk_Munstur.pdf | 9,86 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |