is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30965

Titill: 
  • Aðferða- og hugmyndafræði íslenskra fatahönnuða við endurnýtingu textíls og máttur Instagram : viðhorf íslenskra fatahönnuða og notenda Instagram á umhverfisvænni hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsakaðar eru aðferðir þeirra fatahönnuða á Íslandi sem vinna með endurnýttann textíl ásamt því sem viðhorf neytanda til umhverfisvænnar fatahönnunar verður skoðað í gegnum notendur samskiptamiðilsins Instagram. Farið er grunnt í umhverfis- og mannréttindaþætti sem brotið er ítarlega á daglega í heimi tískuiðnaðarins, hvaða leiðir er hægt að fara til að draga úr þeim og umfram allt varpað ljósi á mikilvægi þess að breytingar eigi sér stað innan iðnaðarins hið snarasta. Útfrá minni rannsóknarvinnu taldi ég endurnýtingu textíls vera hinn álitlegasta kost umhverfisvænnar fatahönnunar og snýr ritgerðarefnið því að möguleikum endurnýtingar. Rannsóknarvinnan fólst í að leita heimilda í bókum, ritum, viðtölum og heimildarmyndinni The True Cost, auk þess að rannsaka viðhorf, hugmynda- og aðferðafræði þeirra íslensku fatahönnuða sem vinna eða hafa unnið með endurnýttann textíl. Viðtöl voru tekin við fjóra viðmælendur, þær Báru Hólmgeirsdóttur hjá Aftur, Björgu Ingadóttur hjá Spakmannsspjarir og Höllu Hákonardóttur hjá USEE STUDIOS. Teknir eru saman þeir kostir og gallar sem geta fylgt endurnýtingu textíls. Fjórði viðmælandinn var Guðmundur Eggertsson, eigandi og stofnandi auglýsingaforritsins Takumi, sem upplýsti frekar um mátt samfélagsmiðilsins Instagram. Í seinni hluta ritgerðinnar er notast við Instagram til að fá betri hugmynd um áhuga notenda og áhrifavalda á umhverfisvænni fatahönnun en miðillinn er talinn sá fremsti er kemur að tísku bæði í tilfelli neytenda og fyrirtækja. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að áhugi á umhverfisvænni hönnum virðist falla í skuggann á yfirgnæfandi nærveru hraðtískufyrirtækja við neytandann á markaðinum í dag. Að mati höfundar er því mikilvægt að fatahönnuðir, framleiðendur og neytendur sýni meiri ábyrgð hver í sínu hlutverki, eða að miklar breytingar innan framleiðsluferilsins eigi sér stað.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf880.27 kBLokaðurHeildartextiPDF