Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30966
Hugverkið varð til samhliða tímum meðgöngu, fæðingar og fyrstu daga móðurhlutverksins. Líkaminn hrár, berskjaldaður og blóðugur. Náttúrulegur en um leið tabú. Uppgvötanir um ólgandi styrk kvenlíkamans fléttast saman við eftirvæntinguna og óvissuna. Innblástur frá myndlist og gjörningum femínískra listkvenna og brautryðjenda á áttunda áratugnum gaf línunni grundvöll. Verkin eru valdeflandi. Þau færa konunni frelsi til að bera sig en á sama tíma vald til að hylja sig. Umfram allt gera þau henni kleift að taka það pláss sem er réttilega hennar. Mörkum rómantíkur og grófleikans er ögrað. Útkoman er samansafn af kvenlægum smáatriðum sem í heild mynda íburðarmikinn, sterkbyggðan skúlptúr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokagreining - Víf.pdf | 92.52 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |