is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30967

Titill: 
  • Undir harðstjórn stöðugra nýjunga : að aðlagast breyttum tímum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fer fram greining á tískukerfi nútímans og ásamt greiningu á breytingu kerfisins í kjölfar tilkomu nýrrar tækni; Internetsins. Birtingamyndir og umræður um breytingar verða athugaðar, þá sérstaklega þær sem koma ítrekað upp aftur. Þá er sérstaklega verið að skoða frá sjónarhorni hlutaðeigenda tískukerfisins. Fyrst verður gerð tilraun til að lýsa eðli tískunnar, þá einkum í gegnum hugmyndir úr bókinni The fashioned body eftir Johanne Entwistle þar sem hún hefur tekið saman hugmyndir helstu kenningasmiða tískunnar. Farið verður yfir uppbyggingu tískukerfisins og hvernig samspil tísku og samfélags var á tuttugustu öld. Þá næst er skoðað hvernig samspilið er í nútímasamfélagi, upplýsingasamfélagi. Athuguð eru áhrif nýrrar samskipta- og upplýsingatækni, Internetsins, á tískukerfið og teknar saman hugmyndir og umræður hlutaðeigenda tískunnar á því viðfangsefni. Agnes Rocamora, menningarfræðingur og kennari við London College of fashion, sá fræðimaður sem mest hefur skrifað um tísku og samskipta- og upplýsingatækni, heldur því fram að áhrif Internetsins á tísku séu svo mikil að það hafi breytt hraða tískutímans og því sé hægt sé að tala um nýjan tískutíma. Sú hugmynd er rannsökuð og leitað er eftir birtingamyndum þessa í samspili við hugmyndir kenningasmiða samfélags og menningar, s.s. Herbert Blumer og Geert Lonvink. Hugmyndir þeirra eru fléttaðar saman við hugmyndir höfundar um samspil upplýsingasamfélags og tísku. Athugað er eðli samspilsins og hvort eðlisbreyting hafi orðið. Einnig eru athuguð áhrif tafarlausrar tísku á tískukerfið og samfélagið. Þá er kastljósinu sérstaklega beint að tvennu. Annars vegar að hönnuðum og viðbrögðum þeirra við tilkomu tafarlausrar tísku, hraðtískufyrirtækja og þörfinni fyrir stöðugar nýjungar. Hins vegar að áhrifum tafarlausrar tísku á samfélag, samfélagslegar breytingar, byltingar, menningu og menningarafkima. Í þriðja og síðasta kafla eru ræddar úrbætur á tískukerfinu og þá sérstaklega frá sjónarhorni verðandi hluthafa innan tískukerfis, þ.e.a.s. verðandi hönnuðar. Skoðaðar eru hugmyndir hlutaðeigenda tísku um úrbætur innan tískukerfisins. Enn fremur er litið á úrbætur annarra sambærilegra listgreina vegna tilkomu Internets og breytinga sem koma í kjölfarið og gerð tilraun til að nýta vitneskju um úrbætur þeirra til að bæta kerfi tískunnar. Lokaniðurstöður bera hljóm vonar og trúar um bætt tískukerfi og að lausnin sé fólgin í sköpun.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hardstjornloka.pdf718,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna