is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30973

Titill: 
 • „... og svo bara andsettist hún“ Andaglas á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Andaglas hefur í áratugi verið stundað af ungmennum á Íslandi og er það enn í dag. Þau fara í andaglas af mörgum ólíkum ástæðum, sem leik eða skemmtun, til að fá svör við spurningum sem brenna á þeim, af forvitni eða til að upplifa spennu. Birtingarmynd í andaglass í afþreyingarefni, fjölmiðlum og flökkusögnum sem ganga manna á milli gefur oftast til kynna að andaglasið sé hættuleg skemmtun, þar sem allt geti gerst. Þegar
  ungmenni fara í andaglas leitast þau við að endurskapa þá stemmningu sem birtist í þessum sögnum og öðru skemmtiefni. Andaglas er yfirleitt stundað við kertaljós í myrkri eða á næturnar, í gömlum byggingum eða jafnvel kirkjugörðum. Andaglas skapar ákveðið jaðarástand, þar sem þátttakendur opna gátt á milli heims þeirra lifandi og hinna látnu, þeir sem taka þátt í andaglasinu standa á þröskuldinum þar á milli.
  Það ganga ekki bara sögur manna á milli um andaglas, heldur er líka miðlað margvíslegum reglum um hvernig eigi að gera það rétt. Reglurnar geta skapað þá tilfinningu að ungmennin hafi meiri stjórn á andaglasinu. Það er t.d. mikilvægt að opna gáttina yfir í andaheiminn á ákveðinn hátt og líka að loka henni aftur að leiknum loknum. Refsingin við því að
  brjóta reglurnar í andaglasi er yfirleitt að skilin milli heimanna tveggja verða óljósari. Ungmennin sitja uppi með andann. Það er ein ástæða þess að flestir forðast að fara í andaglas heima hjá sér og kjósa að gera það annarsstaðar. Það hefur þó ekki áhrif á að herbergi ungmenna á heimavistum eru vinsæll vettvangur fyrir andaglas.
  Andaglas endurspeglar á vissan hátt hugmyndaheim þeirra sem taka þátt í því. Í andaglasi birtast til dæmis átök milli ungmenna annars vegar og heims hinna fullorðnu hins vegar, þar sem unga fólkið veitir þeim sem valdið hafa ákveðið andóf þegar þau laumast í andaglas. Í andaglasinu sjáum við líka togstreitu um trú. Andaglas hverfist í kringum efann, en spurningin um efa og trú er ein af meginundirstöðum þess. Ungmennin
  sem taka þátt velta fyrir sér hvað það er sem hreyfir glasið, hvort það sé andi eða eitthvað annað og eru þessar vangaveltur mikilvægur hluti leiksins og samskiptanna í kringum hann. Nú eru tímar vísindahyggju og það getur verið erfitt fyrir ungt fólk að viðurkenna að það sé ekki alveg tilbúið til að afneita því að það sé í raun og veru andi í glasinu.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
... og svo bara andsettist hún.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-skemma-doj.jpg21.27 MBLokaðurYfirlýsingJPG