is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30974

Titill: 
  • Helstu aukaverkanir mænurótardeyfingar í fæðingu: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Side effects of epidural analgesia during labor: Literature review
Útdráttur: 
  • Mænurótardeyfing er almennt talin vera áhrifaríkasta form verkjalyfjameðferðar í fæðingu og hefur tíðni hennar farið vaxandi með árunum, en um helmingur kvenna kjósa þessa verkjastillingu. Þrátt fyrir að hún geti verið gagnleg fyrir margar konur þá getur hún einnig haft neikvæð áhrif á framgang fæðingar, sem og aukaverkanir fyrir bæði móður og barn.
    Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að kanna hverjar helstu aukaverkanir mænurótar- deyfingar í fæðingu eru, en mikilvægt er fyrir ljósmæður að þekkja vel aukaverkanir deyfingarinnar til þess að vera vakandi fyrir þeim í fæðingu. Tilgangur verkefnisins er einnig að geta frætt konur betur um mænurótardeyfingu og áhættuna sem getur fylgt henni, en með frekari þekkingu á viðfangsefninu eru auknar líkur á að konur taki upplýsta ákvörðun um val á verkjameðferð í fæðingu. Rannsóknarspurningin er því: Hverjar eru helstu aukaverkanir mænurótardeyfingar í fæðingu? Til þess að svara spurningunni var gerð fræðileg samantekt þar sem leitað var að heimildum í viðurkenndum gagnasöfnum og skilaði sú leit 27 rannsóknargreinum, sem að mestu eru fram- og afturskyggnar samanburðarannsóknir á konum í fæðingu, með og án deyfingar.
    Niðurstöður sýndu m.a. að marktækt auknar líkur eru á lengdu 2. stigi fæðingar, áhaldafæðingu, keisaraskurði, hríðaörvandi lyfjum, blóðþrýstingsfalli, þvagteppu í og eftir fæðingu, hækkuðum líkams- hita móður, kláða og höfuðverk. Ekki var samhljóða niðurstaða um hvort mænurótardeyfing væri marktækur áhættuþáttur fyrir spangaráverka, þ.e. ein og sér.
    Þrátt fyrir að ljósmæður leggi sig fram við að fyrirbyggja eða draga úr aukaverkunum eftir að mænurótardeyfing hefur verið sett upp, er ekki síður mikilvægt að þær fræði konur betur fyrir fæðingu um mænurótardeyfingu og þær aukaverkanir sem henni geta fylgt. Hugsast gæti að færri konur kysu slíka deyfingu ef þeim væri að fullu ljós sú áhætta sem getur fylgt inngripinu. Einnig er mikilvægt að ljósmæður haldi fast í hugmyndafræði sína með því að efla innri styrk og trú kvenna á eigin getu og stuðla þannig betur að lífeðlislegu ferli fæðinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Epidural analgesia is generally considered to be the most effective form of pain management during labor. Incidence of epidural analgesia has increased over the years where about half of women prefer this pain relief. Although it may be beneficial for many women, it can also have a negative effect on the birth progress as well as side effects for both mother and child.
    It is important for midwives to know the adverse effects of the anesthesia in order to be cautious of them at birth. Therefore, the purpose of this theoretical summary is to investigate the major side effects of epidural analgesia during labor, to educate women more about epidural analgesia and the risks that can follow. With further knowledge of the subject, there is a greater chance that women will make an informed decision about the choice of pain relief during labor. The research question is therefore: What are the main side effects of epidural analgesia during labor? In order to answer the question, a theoretical summary was made by collecting data from approved databases which resulted in 27 scientific papers that are mostly retrospective and comparative studies of women during labor, with and without epidural analgesia.
    The results showed that epidural analgesia significantly increases the likelihood of prolonged second stages of labor, instrumental delivery, cesarean section, oxytocin use, hypotension, urinary retention during labor and after the birth, increased body temperature, itching and headache. There was conflicting data about epidural analgesia being a significant risk factor by itself for perineal trauma. Although midwives try their best to prevent or minimize the side effects after epidural analgesia has been established, it ́s not less important for midwives to educate women more about epidural analgesia and the side effects that can follow. There might be a possibility that fewer women would choose this intervention if they were fully aware of the risks that can follow. It is also important for midwives to stick to their ideologies by encouraging women to believe in their own strength and ability, and thus promoting the natural physiological process of childbirth.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Aníta Rut.pdf465.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg857.09 kBLokaðurYfirlýsingJPG