is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30975

Titill: 
 • Umskurður kvenna. Áhrif á fæðingu og fæðingarhjálp
Útdráttur: 
 • Umskurður kvenna er stundaður í yfir 30 löndum og samkvæmt UNICEF eru yfir 200 milljónir barna og kvenna í heiminum umskornar. Talið er að yfir 3 milljónir stúlkna og kvenna séu í hættu að verða fyrir verknaðinum ár hvert.
  Tilgangur verkefnisins var að kanna sögulegan og menningarlegan bakgrunn umskurðar, ásamt afleiðingum sem hann hefur á heilsu kvenna almennt og í fæðingarferlinu. Þá var einnig skoðað hvernig annast eigi þessar konur í fæðingu. Gerð var fræðileg samantekt og voru gagnagrunnarnir PubMed og Google Scholar notaðir til að finna heimildir frá árunum 2006-2018.
  Niðurstöður sýndu að umskurður kvenna hefur alvarleg langvarandi áhrif á heilsu kvenna bæði andlega og líkamlega. Eftir því sem umskurður er alvarlegri því meiri líkur eru á fylgikvillum í fæðingu. Þá kom í ljós að mikilvægt er að ljósmæður fái fræðslu og þjálfun í að annast þennan viðkvæma hóp. Í mæðraverndinni er vöntun á skýrum verklagsreglum svo hægt sé að ná til þessara kvenna snemma í meðgöngu sem og á fæðingardeild. Miklar líkur eru á því að íslenskar ljósmæður komi til með að sinna fleiri konum á næstu árum sem gengist hafa undir umskurð. Á undanförnum árum hefur innflytjendum og hælisleitendum fjölgað ört á Íslandi, fólk frá ólíkum löndum með ólíkan menningarlegan bakgrunn.
  Lykilhugtök: Ljósmóðurfræði, umskurður kvenna, menning, útkoma fæðingar, fæðingarhjálp, afleiðingar

 • Útdráttur er á ensku

  The circumcision of women is practiced in over 30 countries and according to UNICEF the number of circumcised girls and women is over 200 million. An estimated 3 million girls and women are at risk to be circumcised each year.
  The purpose of this project was to examine the historical and cultural background of circumcision, as well as the impact it has on women‘s health in general and during labour and birth. It also examines how best to take care of these women during birth. A theoretical research was made with the help of the databases PubMed and Google Scholar, using sources from the years 2006-2018.
  Results show that circumcision has a prolonged effect on women ́s health, both physically and mentally. The more severe the circumcision, the likelier it is that complications will arise during birth. They also show the importance of training midwives to be better able to take care of this fragile group of women. In the prenatal care there is a lack of clear procedures to be better able to reach these women early in the pregnancy as well as in the maternity ward. It is very likely that there will be an increase in the number of circumcised women being cared for by Icelandic midwives in the coming years since refugees and immigrants from very different countries and various cultural backgrounds are a growing part of the population in Iceland.
  Key concepts: Midwifery, female circumcision, culture, birth outcome, obstetrics, consequences

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11:6 2018.pdf325.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf475.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF