is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30978

Titill: 
 • Rýnum í rúnir : rúnir sem tákn í nútímasamfélagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð rýni ég í norræna menningararfinn og birtingarmynd hans
  í nútímasamfélagi. Ég einblíni í þessu samhengi á rúnirnar og hvernig þær eru notaðar af bæði fyrirtækjum og einstaklingum í þeim tilgangi að höfða til ákveðins markhóps og vekja upp menningarfræðilegar tilvísanir í forna ímynd. Ég fer yfir sögu rúnanna og norrænnar goðafræði og skoða mögulegar ástæður aukinna vinsælda á notkun þessara tákna og tilvísana í samtímanum ásamt því að reyna svara spurningunni um það hvernig merking rúnatáknanna eða vísun í þau skilar sér til áhorfandans.
  Ég skoða samhengið á milli táknfræðilegra kenninga og táknbeitingu rúna og sértæka útfærslu latnesks leturs sem vísar í rúnir. Ég fjalla um það útfrá fræðilegri kenningu Roland Barthes um mýtur í samfélögum hvort greina megi birtingarmynd rúna í samtímanum sem mýtu og afsprengi fornra staðalímynda sem fengnar eru úr hinum norræna menningararfi.
  Þekkingarskortur almennings á rúnaletri og þýðing þess er einnig reifað ásamt mögulegum leiðum til að bæta þar úr.
  Markmiðið með þessari ritgerð er að gera menningarverðmæti okkar og mikilvægi þess að flytja þekkinguna áfram á milli kynslóða að umhugsunarefni þar sem staðreyndin er sú að fáir Íslendingar geta lesið og ritað rúnir eins og þær voru notaðar til forna.
  Aukin þekking á efninu yrði mögulega til þess að mörkun með rúnum yrði bæði áhrifaríkari og meðvitaðari, byggð á sterkri þekkingu sem síðan eykur trúverðuleikann
  og heildrænt yfirbragð allrar táknbirtingar á rúnum.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin final skjal.pdf12.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna