is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3098

Titill: 
 • Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða : að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar, náttúrulegrar og heildrænnar
  meðferðar, á þunglyndi og kvíða. Þunglyndi vegur hvað þyngst í að veikja heilsufarslegt
  ástand samanborið við aðra sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svæðameðferð dragi úr
  kvíða en áhrif hennar á þunglyndi eru óþekkt. Rannsóknin var framskyggn, slembuð meðferð-
  arprófun með víxlsniði þar sem þátttakendum í rannsókninni var skipt með tilviljunaraðferð í
  tvo hópa. Þátttakendur í rannsókninni voru 17 einstaklingar sem greindir höfðu verið þung-
  lyndir af lækni.
  Eftirfarandi rannsóknartilgátur og -spurningar voru settar fram: Svæðameðferð dregur
  marktækt úr þunglyndi mælt með þunglyndiskvarða Beck. Svæðameðferð dregur marktækt úr
  kvíða mælt með kvíðakvarða Spielberger. Er marktækur munur á þunglyndi milli hópa A og
  B eftir meðferð? Er marktækur munur á kvíða milli hópa A og B eftir meðferð? Er marktækur
  munur á þunglyndi hjá hóp A og B milli tíma 1, 2 og 3? Er marktækur munur á kvíða hjá hóp
  A og B milli tíma 1, 2 og 3?
  Hver þátttakandi rannsóknarinnar svaraði spurningalistum og viðtölum þrisvar á 16
  vikna rannsóknartímabili og fékk 10 svæðameðferðir á meðferðartímanum. Áhrif meðferðar
  voru mæld með þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger, Y-I og Y-II, og með við-
  tölum. Áreiðanleikastuðlar þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger, Y-I, voru
  ásættanlegir en áreiðanleiki Y-II var mjög lágur miðað við áreiðanleikastuðul kvarðans í
  heild. Við úrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði, línuleg aðhvarfsgreining og parað t-próf.
  Parað t-próf sýndi að svæðameðferð hafði jákvæð áhrif á þunglyndi, bæði strax eftir meðferð
  og eftir 16 vikur, miðað við svörun á þunglyndiskvarða Beck hjá bæði A- og B-hóp (p =
  0,000). Meðferðin virðist einnig draga úr ástandskvíða (p = 0,000) en lyndiskvíði jókst (p =
  0,014).
  Rannsóknarniðurstöður gefa vísbendingar um að svæðameðferð dragi úr þunglyndi og
  ástandskvíða og að skoða megi svæðameðferð sem sjálfstæða- og/eða viðbótarmeðferð við
  þunglyndi og kvíða. Niðurstöður gefa jafnframt tilefni til frekari rannsókna um hvernig meðferðin þjóni best skjólstæðingum innan sem utan heilbrigðiskerfisins.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til janúar 2010
Samþykkt: 
 • 24.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Holmfridur_Skemma_fixed.pdf3.93 MBOpinnÁhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða - heildPDFSkoða/Opna