Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30980
Í þessari ritgerð verður farið yfir hugtakið vörumerki (e.trademark). Fjallað verður um fyrstu birtingarmynd vörumerkja frá fornöld og þróun í átt að nútímanum. Tekið verður fyrir hvernig vörumerki birtast og farið verður yfir hvaða þættir í vörumerkjum gera sérhvert merki einstakt. Þá verður fjallað um þróun einstakra merkja og talað um hvers vegna merki breytast með tímunum. Tekið verður fyrir vörumerki Mjólkursamsölunnar og skoðuð þróun á merki fyrirtækisins. Velt verður fyrir sér myndrænni túlkun merkjanna sem fyrirtækið hefur notast við gegnum árin. Tekið var viðtal við grafíska hönnuðinn Kristínu Þorkelsdóttur sem hannaði merki fyrir Mjólkursamsöluna um miðjan 9. áratug síðustu aldar og það borið saman við merkið sem kom á undan því, einnig verður merki Kristínar borið saman við vörumerkið sem tók við af því árið 2005. Þar verða skoðuð líkindi þeirra og fjallað um þá þróun sem hefur átt sér stað í tilteknu merki og hvort að þróunin sé í takt við þróun á merkjum í alþjóðlegum skilningi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Ritgerð_Vorumerki_Mjolkursamsolunnar_Dadi_2017_final.pdf | 5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |