en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30982

Title: 
  • Title is in Icelandic Bleikur : saga, merking, notkun
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð snýst um bleika litinn, sögu hans, notkun og merkingu í gegnum aldirnar, allt frá endurreisnartímanum fram á okkar daga. Horft er til menningarsögulegra, pólitískra, kynjapólitískra og markaðstengdra áhrifa á bleika litinn og til áhrifa bleika litarins á þessum sömu sviðum. Skoðað er hvernig liturinn hefur breytt um merkingu í huga fólks í gegnum tíðina og tínd til ýmis dæmi um notkun hans á hinum ólíkustu sviðum; sem söluvara í tísku-, leikfanga og snyrtivöruheiminum, sem niðurlægingartæki í fangabúðum nasista og fangelsum nútímans, sem valdeflandi tákn í baráttu kvenna og samkynhneigðra og fleira. Andstæður og jafnvel mótsagnir í skynjun og notkun bleika litarins eru miklar eins og lýst verður hér. Þannig hefur hann verið notaður til að smána fólk en líka til upphefja. Hann hefur táknað karlmennsku og kvenleika, styrk og veikleika, stolt og niðurlægingu. Hann var notaður á endurreisnartímabilinu, var vinsæll á rókókótímabilinu og er einkennislitur þúsaldarkynslóðarinnar. Hann er notaður í poppkúltur og markaðssetningu á öllu frá smábarnafötum upp í hægðalyf fyrir konur og fáir litir eru jafn umdeildir og bleikur. Við vinnslu ritgerðarinnar var stuðst við fjölda bóka, blaðagreina, kvikmynda, myndbanda og vefrita um allt milli himins og jarðar þar sem bleiki liturinn kemur við sögu – sem er víða. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær helstar að bleiki liturinn hefur farið úr því að vera fyrir alla yfir í að vera frekar fyrir drengi og karla, yfir í að vera bara fyrir stúlkur og konur og svo þokast eilítið í átt til þess að verða allra á ný. En þótt hann hafi oft skipt um merkingu og hlutverk í gegnum tíðina er hann í dag fyrst og fremst markaðstól sem notað er til að selja konum og stúlkum varning, oftar en ekki við hærra verði en sambærilegan varning fyrir karla, vegna þess sem stundum er kallað „bleiki skatturinn“.

Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30982


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bleikur_LOKA.pdf931.06 kBOpenComplete TextPDFView/Open