is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30984

Titill: 
  • Jafnlangar línur : saga og staða aljöfnunar og vinstrijöfnunar frá miðöldum til síðnútímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á miðöldum unnu skrifarar hörðum höndum við að skrifa handrit, sem voru einu bækur þess tíma. Miklar kröfur voru gerðar til útlits handritanna. Ein þessara krafa var að allar línur áttu að vera jafn langar, þ.e. textinn var aljafnaður. Handrit voru verðmætari eftir því sem betur tókst að aljafna þau. Þess vegna urðu aljöfnuð handrit fyrirmyndir að fyrstu prentuðu bókunum með tilkomu hreyfanlega leturs Gutenbergs um 1450. Þær bækur urðu síðar fyrirmyndir að bókum samtímans, sem eru yfirleitt aljafnaðar. Greinilegt er að flestir sem gefa út prentaðan samfelldan texta telja að fólk kjósi fremur aljöfnun umfram aðrar jafnanir – til að mynda vinstrijöfnun. En er eðlilegt að bækur síðnútímans hafi nánast sömu fegurðarstaðla og miðaldahandrit? Mun samfelldur textaflötur einkennast af samhverfum rétthyrningi um ókomna tíð? Markmið mitt með þessari ritgerð er að komast að því hvers vegna aljöfnun nýtur yfirburðavinsælda umfram aðrar jafnanir. Til þess fer ég yfir sögu og stöðu aljöfnunar og vinstrijöfnunar frá miðöldum til síðnútímans. Hefur aljöfnun breyst og hafa vinsældir hennar nokkurn tímann dalað? Í ritgerðinni er fjallað um lesanleika texta og hvort hægt sé að mæla hann í tengslum við jöfnun texta. Auk þess verður varpað ljósi á sjónarhorn týpógrafíunnar á aljöfnun og vinstrijöfnun. Ekki er enn búið að sýna fram á hvort sé lesanlegra, aljöfnun eða vinstrijöfnun þótt almennt sé talið að þeir sem stríði við lestrarörðugleika eigi auðveldara með að lesa vinstrijafnaðan texta heldur en aljafnaðan. Athyglisvert er að útgefendur sjá ekki ástæðu til þess að vinstrijafna bækur þótt flest bendi til að það hjálpi stórum hluta mannkyns við lestur – auk þess sem það drægi ekki úr lesanleika textans. Aljöfnun er því notuð til að fá sem flesta lesendur til að treysta bókum fremur en að þeim líði vel við lestur. Jöfnun texta snýst þá ekki aðeins um hvar línur enda. Hún snýst um hefð. Aljöfnun hefur yfirburði vegna tengsla sinna við formlega texta fortíðarinnar en vinstrijöfnun er nýstárleg og þar af leiðandi hverful og óformleg.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinEdda_jafnlangarlinur.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna