is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30988

Titill: 
  • Ímynd hommans 1975–2017 : karlmennska, mörkun, sjónræna og saga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Oft er talað um að Ísland sé hinsegin paradís, að smjör drjúpi af hverju strái á glimmerhjúpaðar derhúfur hommanna sem hér búa. Vissulega er staðan fremur góð miðað við á mörgum öðrum stöðum en það hefur ekki alltaf verið svo. Á sumum stöðum í heiminum liggur dauðarefsing við því að vera hommi og víða er tilvist trans fólks ekki viðurkend. Síðustu árin og áratugina hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum til hinsegin fólks á Íslandi og raunar um heim allan. Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig ímynd hommans hefur þróast frá árinu 1975 til ársins 2017. Þróunin verður sett í samhengi við kenningar um karlmennsku (e. masculinity) og mörkun (e. branding) ásamt rýni út frá sjónrænum og sögulegum þáttum. Þeir verða settir í samhengi við hugtökin hinsegin
    (e. queer) og gagnkynhneigð viðmið (e. heteronormativity). Í kjölfarið fylgja útskýringar á nokkrum lykilskilgreiningum. Fjallað um sögu hommans á Íslandi frá árinu 1975 og hvernig staða hans hefur tekið breytingum allt til dagsins í dag. Hugtakið hommi verður skoðað út frá því hvernig markaðsöflin tóku hommann upp á sína arma og hvers vegna hann varð svo girnilegur kandídat í stórtækan neytanda. Farið verður yfir það hvernig ímynd hommans var hreinsuð af öllu því sem gæti truflað fólk sem ekki tilheyrði hinsegin samfélaginu. Að lokum verður gerð tilraun til þess að setja í samhengi birtingamyndir hommans hér á landi og setja í samhengi við þær kenningar sem eru til umfjöllunar í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Helgi Guðjónsson Ímynd Hommans.pdf75.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna