Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30989
Ætilegir litir gerðir úr grænmeti og ávöxtum, unnir sem egg-tempera – málunaraðferð sem notuð var þar til um árið 1500 þegar olíulitir leystu hana af hólmi. Litnum er blandað við eggjarauðu og vatn sem bindur litinn á yfirborðið.
Í verkefninu eru möguleikar á að vinna betur með aðgengilegt lífrænt hráefni skoðaðir – og þá sérstaklega á afurðum sem gjarnan falla til: rótargrænmeti, ber, jurtir og ávexti. Litina er hægt að útbúa heima og er hráefnið til í flestum eldhúsum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunagreining_gunnahelgi.pdf | 4,99 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |