is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30994

Titill: 
  • Íslensk plötuumslög á 9. áratugnum : einkenni og stefnur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru íslensk plötuumslög frá 9. áratugnum rannsökuð og helstu stílar og einkenni áratugarins rannsökuð. Stiklað er á stóru í forsögu plötuumslaga og einkenni umslaga áratuganna á undan skoðuð.
    Rannsókn mín fólst aðallega í viðtölum við hönnuði sem voru áberandi á 9. áratugnum. Einnig skoðaði ég fjölda íslenskra plötuumslaga og bar saman við erlend plötuumslög frá sama tímabili. Ég notaðist við mitt eigið hljómplötusafn og myndir af umslögum af vefsíðunum. Markmið mitt var að komast að því hvort íslensk plötuumslög hefðu sérstakan stíl eða endurtekin einkenni og ef svo var hvað varð til þess að sá stíll mótaðist. Þá skoðaði ég hvort einhverjir þættir plötuumslaga áratugarins hafi haft áhrif á plötuumslög nútímans.
    Í ljós kom að íslensk plötuumslög á 9. áratugnum voru oft unnin við knappar aðstæður og takmarkanir frá útgefendum þegar kom að kostnaði voru töluverðar og er augljóst að hönnuðir þurftu að finna ódýrar lausnir og gera umslög sem voru jafn flott og erlend plötuumslög. Einnig kom í ljós hversu flókið og oft erfitt vinnuferli hönnuða var á þessum árum og hvernig tæknin hefur breyst.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf22,01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna