Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30996
Hakakrossinn er nánast ónothæft tákn í vestrænni menningu. Árið 1920 tók þýski Nasistaflokkurinn upp táknið sem merki sitt og gerði út um jákvæða merkingu þess á Vesturlöndum með illvirkjum sínum í síðari heimsstyrjöldinni. En fyrir tíð Nasistaflokksins hafði hakakrossinn ýmsar jákvæðar merkingar. Í ritgerðinni er farið lauslega yfir forsögu hakakrossins, atburði síðari heimsstyrjaldar sem fóru fram í skugga hakakrossins og hver notkun hans er í dag. Heimur táknfræðinnar er kannaður en hugtök og kenningar hennar gera okkur kleift að skoða hakakrossinn sem afstætt tákn. Tilraun er gerð til þess að svara því hvort hakakrossinn geti eða eigi að vera notaður aftur á Vesturlöndum í jákvæðri merkingu. Í ljósi þess að gyðingahatur er enn til í heiminum og fer jafnvel vaxandi má álykta að hakakrossinn verði ekki nothæfur í jákvæðri merkingu fyrir komandi kynslóðir í hinum vestræna heimi. Tenging hakakrossins við helför gyðinga þarf heldur ekki að vera alslæm þar sem táknið hjálpar til við að minna á atburði seinna stríðs og virkar einnig sem stimpill á þann hóp fólks sem aðhyllist hugmyndir nasisma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Imynd_hakakrossins_ThorgeirKBlondal.pdf | 1,42 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |