is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31000

Titill: 
  • „Rósirnar hafa svo gott af þessu“ : kaffi frá baun í bolla og þar eftir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um kaffi og ferðalag þess frá baun í bolla. Gerð verður grein fyrir ræktunarferli kaffis og þeim handtökum sem koma að kaffigerð. Sjónum verður því beint að ræktun og uppskeru, hvernig kaffi er unnið og varpað verður ljósi á þau affallsefni sem kaffiiðnaðurinn skilar frá sér. Farið verður í líffræðilega uppbyggingu og virkni kaffiplöntunnar. Auk þess sem að ljósi verður varpað á ýmsar aukaafurðir sem til verða við framleiðslu kaffis og við framkvæmdirnar í kringum kaffigerðina. Að lokum verður leitað eftir svari við þeirri spurningu hvort kaffi endi bara sem lífrænn úrgangur til landfyllingar hér á landi eða hvort tækifæri séu til endurvinnslu á efninu. Athugað verður hvort kaffikorgur sé vannýttur og hvort hann hafi einhverja eiginleika til endurnýtingar eða jafnvel vöruþróunar. Að lokum verða nefnd nokkur dæmi úr hönnunarheiminum sem tengjast viðfangsefninu á einn hátt eða annan. Dæmin sýna fram á það hvernig hönnuðir nýta sér tækifæri sem leynast í endurvinnslu á affallsefnum tengdum kaffiiðnaðinum. Því verður í þessari ritgerð lögð áhersla á kaffikorg út frá umhverfisvænu sjónarhorni og leitast verður við að skoða hvort Íslendingar geti nýtt sér aðra verkferla til þess að nýta sér á skilvirkari hátt kaffikorg til sjálfbærni og endurnýtingar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. RITGERÐ.Skil.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna