is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31004

Titill: 
  • Af hverju söfnum við hlutum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimurinn er fullur af hlutum og okkur hættir til þess að líta aðeins á neikvæðar afleiðingar þess – en hlutir eru samtvinnaðir lífi okkar og því er mikilvægt að veita þeim athygli. Við yfirfærum á hluti hugmyndir okkar um lífið og stöðu okkar í heiminum. Við eigum í flóknu sambandi við þá sem hefur áhrif á það hvað við hugsum, hvernig okkur líður og hvernig við högum okkur. Hlutir vekja upp minningar sem erfitt væri að kalla fram með öðrum hætti og geta jafnvel birst okkur sem saga okkar og annarra. Við notum hluti til þess að sýna sjálfsmynd okkar út á við, til þess að falla inn í hóp eða skera okkur úr. Eiginleikar og möguleikar hluta eru sumum mikilvægari en öðrum en í sem víðustum skilningi orðsins „söfnun“ safna allir einhverju. Í ritgerðinni er fjallað um samband mannsins við hluti og hina mannlegu þörf fyrir að safna þeim. Þegar fjallað er um hluti er óhjákvæmilegt að gera hugtakinu „efnismenning“ skil – það af hverju skoðun á efnislegum veruleika okkar er mikilvæg og af hverju okkur beri að varast að skilgreina fólk og hluti sem andstæður en frekar sem óaðskiljanlega einingu. Af hverju þráum við hluti og hver eru hin mismunandi gildi þeirra? Einnig verður komið inn á heimilið sem birtingarmynd sjálfsmyndar okkar og hlutverk hluta innan heimilisins. Söfnun hluta og mismunandi gerðir söfnunar eru gerð góð skil og safnastofnanir – sem söfnun þjóðar til samanburðar við söfnun einstaklingsins – er einnig tekið fyrir. Viðfangsefnið er skoðað frá ólíkum hliðum þar sem það fellur undir mörg fræðasvið. Áhersla er lögð á aðdráttarafl hluta og samband okkar við þá en markmiðið er að leita svara við spurningunni „Af hverju söfnum við hlutum?“

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af hverju söfnum við hlutum? Margrét Arna.pdf417,64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna