is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31006

Titill: 
  • Selt sem eik : virðisskoðun skrifborðsins míns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hlutir sem eru fjöldaframleiddir og seldir í massavís á lágu verði hefur verið sístækkandi þróun í framleiðslu og í neyslusamfélagi. Í þessari ritgerð er skrifborð skoðað sem var keypt fyrir rúmu ári síðan í verslun sem sérhæfir sig í framleiðslu á ódýrari vörum. Borðið ber með sér öll þau einkenni sem þessi þróun hefur leitt af sér. Skrifborðið er úr spónaplötu, plastspón og fjölda annarra efna. Búið er að prenta eikaráferð á plastspóninn svo borðið ber með sér öll útlitsleg einkenni eikarviðs. Skrifborðið fékk mig til að velta því fyrir mér af hverju þetta aukaskref að prenta eikaráferð á plastið var tekið. Spurningum eins og hvers vegna plast er látið líta út fyrir að vera timbur er velt upp. Skoðað var ferli í fjöldaframleiðslu, bæði sögulega og í samtímanum. Aukinn hraði í fjöldaframleiðslu stuðlar að lægri verðlagningu og auknu framboði. Aðferðir markaðarins til að skapa virði vörunnar eru rannsakaðar frá heimspekilegu og markaðsfræðilegu sjónarhorni. Markaður spilar á upplifun neytenda á vörunni til að auka líkur á að neytandinn sækist eftir og kaupi hana. Varan sem afurð úr þessu kerfi tekur á sig nýja mynd þegar kröfur um lægra verð skapast. Virði vörunnar á það til að breytast þegar aðgengi er auðvelt og lítið þarf að hafa fyrir því að eignast hluti.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
olof_bafinal.pdf971.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna