is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31008

Titill: 
  • Fjaran, vannýtt auðlind? : Áhrif fjörunnar á andlega líðan okkar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjaran og auðlindir hennar skoðaðar. Farið er í gegnum hvað fjaran er og hvernig lífríki og landslag setja sterkan svip á þetta landsvæði. Einnig er skoðað hvað fjaran hefur að bjóða í bæði veraldlegum og tilfinningalegum gjöfum. Höfundur skoðar hvernig auðlindir fjörunnar voru nýttar hér á árum áður og hvernig þær hefðir hafa varðveist og þá hvernig við notum auðlindir fjörunnar í dag. Þá er mikil áhersla lögð á andlegan auð fjörunnar og dregin upp mynd hvernig samfélag nútímans sækir ekki sömu verðmæti í fjörur landsins og áður. Nú á dögum er að mati höfundar mikilvægara að sækja í fjörur góð áhrif hennar á andlega heilsu en mat eða veraldlegan auð. Í ritgerðinni kemur fram að rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif fjörunnar á geðheilsu og skoðar höfundur hvað það er sem fær okkur niður að ströndum landsins og jafnframt hvað fær manninn til að staldra við og njóta þessarar víðáttumiklu náttúru. Velt er upp þeirri spurningu hvort þessi auðlind sé mögulega vannýtt í nútímasamfélagi þar sem þunglyndi og stress er ein af helstu heilsufars vandamálum okkar. Með þetta til hliðsjónar eru skoðaðir möguleikar í betrumbótum á nýtingu fjörunnar með það að leiðarljósi að hvetja fólk til að verja tíma í fjörum landsins. Þessar hugmyndir ættu samkvæmt rannsóknum um góð áhrif fjörunnar á andlega heilsu að bæta samfélag okkar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjaran.final.pdf392.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna