is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31010

Titill: 
 • Hvatning í starfi og líðan í lok vinnudags : könnun meðal starfsfólks sveitarfélags
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sálfræðilegir þættir vinnu hafa verið viðfangsefni rannsókna í meira en 60 ár. Áherslan var til að byrja með á einstaklinginn sjálfan og vandamál hans við að aðlagast vinnuumhverfinu en með tímanum breyttist áherslan og sjónum var beint að skaðlegum áhrifum vinnuumhverfisins á heilsu fólks. Vinnutengd streita er mikil vá í nútímasamfélagi vegna þeirra neikvæðu afleiðinga sem hún getur haft í för með sér bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Ákveðnir þættir í starfsumhverfinu geta haft jákvæð áhrif á að draga úr streitu, þar á meðal er hvatning sem hefur m.a. verið skilgreind sem ákveðið ferli sem drífur einstaklinginn áfram í átt að ákveðinni hegðun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif hvatning hefði á upplifun starfsfólks af því að vera stressað og/eða útbrunnið í lok vinnudags. Rannsóknin var megindleg og unninn upp úr gögnum rannsóknarinnar Heilsa og vellíðan á vinnustað sem framkvæmd var hjá íslensku sveitarfélagi á árunum 2010, 2011, 2013, 2015 og 2016. Gögnin í þessari rannsókn eru frá árinu 2016 og svöruðu alls 1099 einstaklingar rafrænum spurningalista. Niðurstöður sýna jákvæða veika fylgni milli hvatningar og þess að starfsmaður upplifi sig stressaðan í lok vinnudags. Það þýðir að starfsmaður sem telur sig fá hvatningu á vinnustaðnum er minna sammála því að vera stressaður í lok vinnudags. Niðurstöðurnar sýna einnig jákvæða heldur veika fylgni milli hvatningar og þess að starfsmaður upplifi sig útbrunninn í lok vinnudags. Það þýðir að starfsmaður sem telur sig fá hvatningu á vinnustaðnum er minna sammála því að vera útbrunninn í lok vinnudags. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að stjórnendur leggi áherslu á hvatningu innan vinnustaðarins til að auka vellíðan starfsmanna í lok vinnudags.

 • Útdráttur er á ensku

  Psychological factors of the workplace have been the subject of research for more than 60 years. In the beginning the main focus was on the individual himself and his problems in adapting to the work environment, but over time the focus changed from the individual himself to the effects the work environment was having on people’s health. Work-related stress is a major problem in modern society because of the negative consequences it can have on both the individual and the society as a whole. Certain factors in the work environment can have positive
  effects in reducing work-related stress, including motivation. Motivation has been defined as a process that drives the individual towards a certain behavior. The objective of this study was to examine what impact motivation could have on employee’s feeling of being stressed or burned out at the end of the workday. The research was quantitative, the database that was used to answer the research question was from the research “Health and well-being in the workplace” which took place in 2010, 2011, 2013, 2015 and 2016 in an Icelandic community.
  The data used in this study is from the year 2016, in which 1099 individuals answered an electronic questionnaires. The results showed weak positive correlation between motivation and an employee’s feeling of being stressed at the end of the work day. That means that an
  employee that felt he was being encouraged in the workplace felt less stressed at the end of the work day. The results also showed rather weak positive correlation between motivation and an employee’s feeling of being burned out at the end of the work day. That means that an employee
  that felt he was being encouraged in the workplace felt less burned out at the end of the work day. The study showed the importance of motivation in the workplace and its relationship with employees wellbeing.
  Keywords: Work-related stress, motivation.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-hvatning-í-starfi-og-líðan-í-lok-vinnudags-docx.pdf709.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna