Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31011
Í þessari ritgerð er gerð tilraun til að skilja tengsl manns og umhverfis í gegnum tiltekna iðngrein. Sagt verður frá þróun tengsla mannsins við hvalinn í gegnum söguna til dagsins í dag og á endanum dreg ég fram þá ályktun að hvalaskoðun sé hvalveiði nútímans.
Saga hvalveiða er rakin, þróun á tækni Baska er greind og litið er á hvernig þeir fullnýttu náttúruafurð á frumlegan hátt. Farið er yfir dvöl Baska á Íslandi og samskipti þjóðanna. Því næst er fjallað um þróun tækninýjunga hjá Norðmönnum og Bandaríkjamönnum, hvernig þeir hrintu af stað iðnbyltingu í hvalveiðigeiranum og fjallað er um áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Sjónum er beint að margvíslegum rökum um umhverfi okkar og áhrifum þeirrar hugsunar á stöðu mannsins gagnvart nýtingu auðlinda náttúrunnar. Hugmyndir Páls Skúlasonar um breytt sjónarhorn okkar gagnvart náttúrunni eru skoðaðar. Hann bendir á að við stöndum ekki utan við náttúruna og getum þannig ekki leyft okkur að taka af henni að vild, þar sem að við sjálf erum hluti vistkerfisins. Heimildir sem notaðar eru í þessari ritgerð samanstanda af bóklegum heimildum, skýrslugerðum, ritgerðum og viðtölum
Helstu röksemdarfærslur eru skoðaðar: rök hagfræðinnar, vist- og siðfræðinnar og mynda þau sjónarmið vissa heild og styðja hvort við annað og fá tilfinningarök því ekki að ráða ferðinni. Í síðasta kaflanum er fjallað um hvalaskoðun; þá er skoðað hvernig iðnaðurinn virkar og hvernig hann líkist á vissan hátt hvalveiðunum þó svo hann virðist mjög ólíkur. Með auknum ferðamannastraumi fjölgar aðilum sem vilja auðgast á auðveldan hátt og í dag snertir á gullgrafaraæði í geiranum. Út frá þeim forsendum dreg ég þá ályktun að hvalaskoðun sé hvalveiðar nútímans en í stað þess að nota skutul við veiðarnar hafi myndavélin tekið við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvalveidar-a-islandi-fra-skutli-til-myndavelar.pdf | 1,49 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |