is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31014

Titill: 
  • Dorothy Delay og hvað einkenndi hana sem kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dorothy Delay var einn frægasti fiðlukennari 20. aldarinnar. Hún kenndi lengi við Juliard skólann í New York en þar útskrifaði hún marga nemendur, þar á meðal þekktustu einleikara okkar tíma. Hún varð goðsögn innan hljóðfærakennsluheimsins og er áhrifa hennar að gæta um allan heim þar sem hún dró til sín nemendur víða að. Skoðað er hvað það var sem gerði Delay að góðum kennara og var stuðst aðallega við tvær heimildir. Barbara Lourie Sand fylgdist með Delay kenna yfir 10 ára tímabil og gaf út bók þar sem hún skrifar um kennlustundirnar sem hún fylgdist með auk samtala sem hún átti við Delay. Þessi bók er notuð til að öðlast innsýn inn í hvernig Delay kenndi og hvað dreif hana áfram en einnig var stuðst við meistara-ritgerð H.P. Koornhof sem rannsakaði kennsluaðferðir og samskipti Delay við nemendur útfrá NLP aðferðinni. Helstu niðurstöður voru að margir samverkandi þættir gerðu hana að góðum kennara, einna helst trúin á að ekkert sé ómögulegt, gagnkvæm virðing og sú mikla ánægja sem hún hlaut af því að vinna með nemendum, sjá framfarir þeirra og spilagleði. Hún notaðist eingöngu við jákvæða gagnrýni og kenndi nemendum sínum að hugsa sjálfstætt og kenna sér sjálfir. Hún trúði því að ekkert væri ómögulegt og það væri hægt að kenna nemenda hvað sem var ef nægur tími gæfist.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dorothy Delay - Aldís Bergsveinsdóttir lokaritgerð.pdf442.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna