en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31016

Title: 
  • Title is in Icelandic Suzuki-aðferðin : grunnþættir Suzuki-aðferðarinnar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Einn þeirra sem hafði víðtæk áhrif á tónlistarkennslu um allan heim var japanski fiðlukennarinn Shinichi Suzuki. Hann þróaði aðferð á þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, líkt og þau læri móðurmál sitt. Til að svo geti orðið er tónlistin lærð eftir eyra með stöðugri hlustun, virkri þátttöku og uppörvun foreldra, örvandi umhverfi og góðum kennara. Í þessari ritgerð verður fjallað um helstu þætti sem skipta máli til að Suzuki-aðferðin beri árangur. Ritgerðin byggist á viðtölum við þrjá Suzuki-kennara sem eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað sem slíkir í meira en áratug. Einnig voru tekin viðtöl við tvo Suzuki-foreldra til að fá betri innsýn í viðfangsefnið. Við gerð spurninga var stuðst við þætti sem skipta máli til að Suzuki-aðferðin beri árangur. Niðurstöður leiða í ljós að Suzuki-kennarar og Suzuki-foreldrar telja að til að Suzuki-aðferðin beri árangur eru hlustun, hlutverk foreldra, upprifjun og hóptímar mikilvægustu þættirnir.

Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31016


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BMus Lokaritgerð.pdf478.75 kBOpenComplete TextPDFView/Open