Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31017
Lesblinda eða dyslexia er heiti yfir námsörðuleika af taugafræðilegum orsökum sem veldur oft truflun á hljóðskynjun og skyni á hrynjanda. Slíkt getur valdið erfiðleikum við lestur, stafsetningu og umskráningu hljóða. Lesblindu fylgja oft andleg einkenni eins og lélegt sjálfsmat, athyglisbrestur og ofvirkni. Lesblinda getur einnig haft áhrif á tónlistarnám og þurfa nemendur með lesblindu oft aðrar kennsluaðferðir í sínu námi en aðrir nemendur. Fyrir slíka nemendur er mikilvægt að hafa kennsluna fjölbreytta, einstaklingsmiðaða og nýta styrkleika hvers og eins nemanda. Tónlistarkennarar eru í góðri stöðu til að aðstoða nemendur með lesblindu en eins og staðan er í dag er fræðslu og þjálfun kennara til kennslu nemenda með hvers kyns námsörðuleika ábótavant.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lesblinda og tónlistarnám.pdf | 621.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |