is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31019

Titill: 
  • Gítarkennsla á grunnstigi : samantekt á starfsumhverfi og kennsluháttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gítarinn á sér langa sögu og hefur verið kennt á hann lengi. Starf gítarkennarans fellst ekki aðeins í því að kenna heldur ýmsu öðru tilfallandi við starfið eins og að finna tíma sem hentar til kennslunnar. Í hljóðfærakennslu, hvort heldur sem er á gítar eða á önnur hljóðfæri, er ekki krafist kennaramenntunar heldur er frekar skoðuð hver hæfni eða menntun viðkomandi er í hljóðfæraleik. Þegar höfundur ritgerðarinnar tók við sínum fyrsta nemendahóp vissi hann ekki nægilega vel hvaða þættir þyrftu að vera til staðar svo að gítarkennslan færi sem skilvirkast fram. Tekin voru viðtöl við fjóra gítarkennara til að afla upplýsingar um þá þætti. Ýmiss búnaður þarf að vera til staðar í gítarnáminu og getur hann verið frá gítarnum sjálfum og allt að samskiptabók. Til er mikið af námsefni fyrir klassískan gítar. Kennarinn þarf að ákveða hvaða námsbók hann ætlar að kenna svo að nemandinn geti útvegað sér hana. Farið verður yfir fáeinar bækur sem notast er við í gítarkennslu á Íslandi. Í gítarnáminu er mikilvægt að finna áhugasvið nemandans og reyna að viðhalda áhuganum. Farið verður yfir þær leiðir sem viðmælendur hafa notast við í gegnum tíðina. Það er sífellt erfiðara að keppast um við áhuga nemandans vegna þess að börn nú á tímum eru í ýmsum tómstundum og íþróttum. Því er spurningunni varpað fram hvort það sé hægt að fara einhverjar leiðir til þess að gera tónlistarnám á Íslandi áhugaverðara.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gítarkennsla á grunnstigi 1.pdf542.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna