Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31020
Þórarinn Guðmundsson var stjarna í íslensku tónlistarlífi á fyrrihluta 20. aldar og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi í fiðluleik. Hann var brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi og starfaði á fjölmörgum sviðum tónlistar. Þórarinn spilaði bæði einleiks- og kammerverk á tónleikum og skemmtunum í Reykjavík. Auk þess starfaði hann sem fiðlukennari, fiðluleikari hjá Nýja bíói og var tónlistarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Á sviði hljómsveitarleiks var hann einnig frumkvöðull. Ásamt því að stofna og stjórna Hljómsveit Reykjavíkur stjórnaði hann barnahljómsveit, lék í Symfóníuhljómsveit FÍH og var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar. Þórarinn Guðmundsson var stofnmeðlimur og fyrsti formaður Félags íslenskra tónlistarmanna árið 1940, heiðursfélagi í FÍH og Tónskáldafélagi Íslands. Árið 1970 var Þórarinn sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslensks tónlistarlífs.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
elisa_bmus_lhi_2016.pdf | 1.51 MB | Open | Heildartexti | View/Open |