is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31021

Titill: 
  • Starfsánægja og streita á vinnustað : skiptir félagslegur stuðningur máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvaða tengsl eru á milli félagslegs stuðnings og streitu annars vegar og félagslegs stuðnings og starfsánægju hins vegar. Rannsakendur settu fram tvær rannsóknarspurningar: „Hvaða tengsl eru á milli félagslegs stuðnings á vinnustað og streitu starfsmanna?“, „Hvaða tengsl eru á milli félagslegs stuðnings á vinnustað og starfsánægju starfsmanna?“ Rannsóknarspurningarnar voru skoðaðar út frá kyni, aldri og menntun starfsmanna. Unnið var með gagnasafn úr könnuninni Heilsa og vellíðan á vinnustað. Sú rannsókn var framkvæmd á árunum 2010 - 2016 en notast var einungis við gögn úr rannsókninni frá árinu 2015. Niðurstöður sýndu að félagslegur stuðningur hafði jákvæð áhrif á streitu og starfsánægju. Þessar niðurstöður benda til að með auknum félagslegum stuðningi minnkar streita og starfsánægja eykst. Félagslegur stuðningur mældist frekar hár en meirihluti starfsmanna taldi sig fá félagslegan stuðning á vinnustað. Konur upplifðu að meðaltali meiri félagslegan stuðning á vinnustað en karlar. Streita dreifðist frekar jafnt meðal þátttakenda en flestir upplifðu stundum streitu á vinnustað. Niðurstöður sýndu að 30 ára og yngri upplifðu meiri streitu en 31 - 40 ára og þátttakendur sem voru með stúdentspróf upplifðu minni streitu að meðaltali heldur en aðrir menntunarhópar. Þátttakendur voru almennt ánægðir í starfi og upplifðu konur meiri starfsánægju en karlar. Niðurstöður sýndu að félagslegur stuðningur á vinnustað skiptir máli þegar kemur að streitu og starfsánægju og getur það spilað stóran þátt í heilsu og líðan starfsmanna. Því er mikilvægt fyrir stjórnendur að huga að félagslegum stuðningi þar sem að hann getur dregið úr streitu og aukið starfsánægju.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study was to examine what an effect social support has on job satisfaction and employee’s mental health. The questions that the researchers aimed to answer were: “what connections are between social support at work and employee’s stress?”, “what connections are between social support at work and employee’s job satisfaction?” Personal characteristics that were taken into the study were age, gender and educational background. The data that was used was from a survey called Health and wellbeing at work. That survey was carried out in 2010 - 2016 but the researchers only used data from 2015. Results showed that social support has an effect on job satisfaction and employee’s mental health. The results indicated that social support increases job satisfaction and decreases stress amongst employees. Social support measures were quite high, and most participants said that they got good social support from co-workers. Women experienced on average more social support than men. Stress seemed to distribute evenly amongst participants, but most employees experienced sometimes stress at work. Research showed that participant 30-years old or younger experienced more stress at work than 31 - 40 year old’s and participants who had finished matriculation exam experienced less stress on average than those with a higher education. Most participants felt satisfied at work, but women experienced more job satisfaction than men. Result showed that social support from co-worker is important when it comes to job satisfaction and stress and it can play a significant role in maintaining employee’s health and psychological wellbeing. It is therefore important that supervisors make sure that their employees receive sufficient social support at work because it can decrease stress and increase job satisfaction.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja og streita á vinnustað.pdf829.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna