is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31023

Titill: 
  • Streita í starfi lögreglunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starf lögreglunnar er krefjandi og sýnt hefur verið fram á tengsl starfsins við töluverða streitu. Rannsóknir á streitu í starfi lögreglu hafa reynt að skera úr um hvort streita tengd verkefnum eða stjórnsýslu hafi meiri streituvaldandi áhrif en niðurstöður eru ekki samhljóma hvað það varðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun lögreglumanna á Íslandi á starfstengdri streitu og reynslu þeirra af forvörnum og úrræðum vegna streitu í starfi. Rannsóknin var gerð með eigindlegri rannsóknaraðferð til að öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu. Til að leiða rannsóknina voru settar fram tvær rannsóknarspurningar: Hver er upplifun lögreglumanna af starfstengdri streitu, hvað varðar verkefnastöðu annars vegar og innra skipulags og stjórnun hins vegar? Og: Hver er þekking og reynsla lögreglumanna af forvörnum og úrræðum til að takast á við streitu í starfi? Í þessari rannsókn voru tekin hálfopin viðtöl við fjóra starfandi lögreglumenn. Til að styðja fræðilega við niðurstöður voru notaðar erlendar og innlendar rannsóknir sem og greinar sem tengjast streitu í lögreglustarfinu. Niðurstöður bentu til þess að starfstengd streita aftrar ekki viðmælendum í starfi en fram kom ákveðið þema tengt hugarfari og æðruleysi gagnvart streituvöldum sem við teljum að beri að líta jákvæðum augum. Þá voru allir viðmælendur sammála um góð gildi þess að geta leitað sér aðstoðar vegna streitu í starfinu og að hugarfar því tengdu hafi breyst til hins betra í gegnum tíðina. Ekki er unnt að alhæfa út frá þessari rannsókn þar sem um eigindlega rannsókn er að ræða en niðurstöður geta gefið innsýn í streitu í starfi lögreglunnar og lagt grundvöll að frekari rannsóknum á málefnum því tengdu.

  • Útdráttur er á ensku

    Police work is demanding, and previous studies indicate that police officers are exposed to different occupational stressors. Within the field of occupational stress literature, researchers have tried to determine which two stressors play a larger role within the police, the stress caused by the organization or the operational stressors, related to the assignments the police are faced with every day while on the job. Previous findings on this matter have been inconclusive. The purpose of this research was to investigate the experience of Icelandic police officers when it comes to occupational stress as well as their experience of stress-related resources and prevention. The research was conducted with a qualitative research method in order to gain a deeper understanding of those occupational stressors. Two research questions were used to guide this study: What is the experience among the police officers when it comes to organizational stressors and operational stressors? And: When it comes to stress-related prevention and resources, what is the knowledge and experience of the police officers? Semi-structured interviews were conducted in this research with four employed Icelandic police officers. Foreign and domestic research, as well as articles related to the occupational stress of police, was used to support our results. Our findings suggest that the participants were not troubled by occupational stressors on a regular basis and they seem to handle the pressure from work with a strong mindset. All participant agreed on the value of seeking an assistance on any work-related stress, both from within the organization and from an outside professional. The participants all agreed that there had been a significant change for the better in relations to seeking help and coping with stress throughout the years that they have worked within the police organization.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HK-BA-verkefni_Skil_.pdf950,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna