is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31025

Titill: 
 • „Mér finnst þetta bara auka lífsgæði, það er alveg klárt mál.“ : upplifun og viðhorf starfsfólks Reykjavíkurborgar til styttingar vinnuvikunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og viðhorf starfsfólks Reykjavíkurborgar til tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar og þau áhrif sem styttingin hefur í för með sér. Í mars 2015 var farið af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnuviku án skerðingar launa hjá Reykjavíkurborg. Árið 2016 var ákveðið að framlengja verkefnið og bæta við fleiri starfsstöðum þar sem niðurstöður fyrsta árs bentu til þess að áhrifin væru jákvæð.
  Rannsókn þessi var unnin samkvæmt eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru rýnihópaviðtöl við sjö vinnustaði sem tekið höfðu þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru: Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Barnavernd Reykjavíkur, Leikskólinn Hof, Heimaþjónusta og heimahjúkrun í Efri byggðum og Hverfis- og verkbækistöðvar borgarinnar (austur, vestur og Þjónustumiðstöð borgarlandsins). Markmið rannsóknarinnar var að skoða hver áhrif styttingarinnar eru á jafnvægi milli vinnu- og einkalífs, verkaskiptingu og ábyrgð heimilisstarfa og í hvað tíminn er nýttur sem áður fór í vinnu. Helstu niðurstöður sýna að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á starfsfólk. Starfsfólk taldi að betra jafnvægi hefði myndast milli vinnu- og einkalífs þar sem stytting vinnuvikunnar léttir á heimilinu, gæðastundirnar hafa aukist og meiri tími hefur orðið til fyrir þau sjálf ásamt aukinni orku og betri líðan. Þá fundu konur lítinn mun á húsverkum eða verkaskiptingu heimilisins eftir að stytting vinnuvikunnar var innleidd en karlmenn segjast gera meira nú en áður þegar kemur að húsverkum. Stytting vinnuvikunnar skapaði ákveðin keðjuverkunaráhrif sem lýstu sér þannig að jákvæð áhrif smituðust út í nærumhverfi þátttakenda, meðal annars til barna og barnabarna. Niðurstöður sýndu einnig hversu mikilvæg styttingin var starfsfólkinu og að þau vildu ekki fara til baka í 40 stunda vinnuviku. Þá kom sömuleiðis fram í niðurstöðum að starfsfólk upplifði meiri starfsánægju, minna var um hangs og starfið varð markvissara, skrepp úr vinnu hafði töluvert minnkað og minna var um veikindi. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er augljóst að starfsfólki finnst stytting vinnuvikunnar mjög mikilvæg, þar sem styttingin eykur lífsgæði þess til muna og hefur líka jákvæð áhrif á starfsemi vinnustaðanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this research was to look at employees’ experience and attitude towards a shorter work week, which is a part of an ongoing research project for the City of Reykjavik, and to look at what effect a shorter work week has on employees’ lives. In March of 2015 a
  research project began which entailed a shorter work week without a reduction of wages for a few workplaces employed by the City of Reykjavik. In 2016 it was decided to prolong the project and allow more workplaces to join the project as the progress indicated a positive effect after the first year.
  Qualitative data was obtained for this research. Seven focus groups were assembled with employees from workplaces that had joined the project. These workplaces were The Municipal Service Centre for Árbær and Grafarholt, The Child Protection Services, home care and home nursing services, Hof kindergarten and city neighbourhood bases. The aim of the research was to examine the impact of a shorter work week on work and private life balance, division and responsibility of housework and what employees do in their extra free time. The main outcome of the research is that a shorter work week has a positive impact on employees. They felt like more balance was created between work and their private life as a shorter work week helped relieve housework, quality time increased and more time was created for oneself with increased energy and better wellbeing. Women felt little or no difference in their part of the domestic work or division of labour in the home, after they started working a shorter work week. However, men said they do more than before when it comes to housework. A domino effect was created with a shorter work week, as positive effects spread to other unexpected areas and
  people other than the employees, such as to the children, grandchildren and less household expenses. Results also showed how important the shorter work week became for the employees and they did not want to go back to working a 40-hour work week. They also experienced more
  job satisfaction, less hanging around and being more focused at work. With a shorter work week there was less sickness amongst employees and errand running decreased. According to these results it was obvious that employees think a shorter workweek has a positive effect and is important to them, as it enhances their quality of life and also has a positive effect on workplaces.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.07.2018.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_lokautgafa.pdf772.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna