is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31026

Titill: 
  • Tengsl líkamsímyndar við lífsánægju meðal íslenskra ungmenna í 10. bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru könnuð hugsanleg tengsl líkamsímyndar og líðanar með líkamsvöxt
    við lífsánægju á meðal íslenskra ungmenna. Stuðst var við gögn sem fengin voru úr íslenska HBSC gagnagrunninum, sem ber nafnið: Heilsa og líðan skólanema. Gagnaöflun var í höndum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri. Úrtak rannsóknarinnar taldi alla nemendur tíunda bekkjar í íslenskum grunnskólum á tímabilinu 2013-14. Þátttakendur voru alls 3618 nemendur, þar af voru 47,8% drengir og 49,3% stúlkur 2,9% kusu að gefa ekki upp kyn sitt.
    Kynbundinn munur mældist á líkamsímynd: (χ2 (4, N= 3489) = 209, 41; p < 0,001) líðan með líkamsvöxt: (χ2 (4, N= 3476) = 465, 80; p < 0, 001) og á lífsánægju: (t (3338) =9,95; p < 0,05). Birtist munurinn með sambærilegum hætti; stúlkur hafa almennt neikvæðari líkamsímynd og neikvæðari líðan með líkamsvöxt og meta lífsánægju sína almennt ögn lægra á lífsánægjuskalanum en drengir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að almennt mælist munur á lífsánægju eftir því hver líkamsímynd er (F (2,3517) = 183,5; p = 0,003). Munurinn birtist með þeim hætti að einstaklingar sem töldu sig vera í mátulegri þyngd skoruðu almennt hærra á lífsánægjuskalanum en einstaklingar sem töldu sig vera of granna eða of feita. Líkamsímynd skýrir 9,44% af breytileika í lífsánægju. Fjölbreytudreifigreining greindi samvirkni á milli kyns og líkamsímyndar: (F (4,3430) = 6,98, p < 0,001). Það er að segja áhrif líkamsímyndar á lífsánægju birtist með ólíkum hætti eftir því af hvoru kyni svarandi er. Þar sem að neikvæð líkamsímynd virtist skila sér í marktækt lægri lífsánægju hjá stúlkum en drengjum.
    Einnig kom fram marktækur munur á lífsánægju eftir því hvernig líðan með líkamsvöxt er: (F (2,3516) = 360,8; p = 0,006). Neikvæð líðan með líkamsvöxt helst í hendur við lægra lífsánægju mat. Líðan með líkamsvöxt skýrir 17% af breytileika í lífsánægju.
    Fjölbreytudreifigreining sýndi að kyn hafði ekki tölfræðilega marktæk áhrif á líðan með líkamsvöxt. Það er að segja líðan með líkamsvöxt virðist hafa sömu áhrif á lífsánægju beggja kynja. Það er athyglisvert í ljósi þess að kynbundinn munur er á áhrifum líkamsímyndar á lífsánægju. Ekki mældist samvirkni milli kyns og líðanar með líkamsvöxt. Samband líðanar með líkamsvöxt við lífsánægju er línulegt og birtast áhrifin með þeim hætti að lífsánægja lækkar samhliða neikvæðri líðan með líkamsvöxt og hækkar samhliða jákvæðri líðan með líkamsvöxt hjá báðum kynjum.
    Lykilorð: líkamsímynd, lífsánægja, líðan með líkamsvöxt, íslensk ungmenni, 10. bekkur

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore the relationship between body image and life satisfaction. The data used comes from the Icelandic HBSC database: Health Behavior in School-aged Children. A total of 3618 adolescents participated in the study, of which 47,8% were boys and 49,3% girls, 2,9% chose not to report their gender.
    The data shows gender difference in body image: (χ2 (4, N=3489) = 209,41; p < 0,001), feelings towards body shape: (χ2 (4, N = 3476) = 465,80; p < 0,01 and in life satisfaction: (t (3338) =9,95; p < 0,05). Girls reported a more negative body image and more negative feelings towards their body shape compared to boys and girls also seem to be slightly less satisfied with their quality of life compared to boys.
    The results show that body image is associated with life satisfaction: (F (2,3517) = 183,5; p = 0,003). Self-reported weight satisfaction seems to result in a higher life satisfaction score compared to self-reported overweight or underweight. Body image explains 9,44% of the variance in life satisfaction. Further research showed that there was a significant interaction found between gender and body image: (F (4,3430) = 6,98, p < 0,001). That is the effect of body image on life satisfaction depends on gender. Negative body image seems to result in a lower life satisfaction score for girls than boys.
    The results also indicate that there is a significant difference in life satisfaction based on feelings towards body shape: (F (2,3516) = 360,8; p = 0,006). Negative feelings towards body shape seem to result in a lower life satisfaction score. Feelings towards body shape explain 17% variance in life satisfaction. Further research shows that gender by itself does not have a significant main effect in the model. No significant interaction effect was found. That is the effect of feelings towards body shape on life satisfaction seems to be same for both genders. The relationship between feelings towards body shape and life satisfaction is linear, negative feelings towards body shape appear to result in lower life satisfaction score and positive feelings towards body shape appear to result in a higher life satisfaction score for both genders.
    Keywords: body image, feelings toward body shape, life satisfaction, adolescence

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 08.05.2019.
Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ingibjorg_Iris_Thorvaldsdottir.pdf419.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna