is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31028

Titill: 
 • Nomos Alpha og Kottos : um Xenakis og verk hans fyrir einleiksselló
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Iannis Xenakis er eitt af róttækari tónskáldum síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Hann var lærður verkfræðingur og arkitekt, og sem slíkur var Xenakis fremstur í flokki hvað varðar beitingu stærðfræðilegrar hugsunar í tónsmíðum m.a. í því hvernig hann notfærði sér stærðfræðileg líkön sem lýsa tilviljanakenndri líkindadreyfingu, eða munstrum sem hægt er að lýsa tölfræðilega, en ekki segja nákvæmlega fyrir um (e. Stochastic Processes). Hann var einnig brautryðjandi í tónsmíðum með aðstoð tölvutækninnar.
  Í þessari ritgerð tek ég fyrir tvö verka Iannis Xenakis fyrir einleiksselló, Nomos Alpha og Kottos, auk þess að fjalla um uppruna hans, uppvöxt, mótunarár og menntun. Ég fjalla stuttlega um hvort verk fyrir sig, tilurð þeirra og innihald, og svo ber ég þau stuttlega saman.
  Í framhaldi af samanburðinum lagði ég verkin sem hlustunardæmi fyrir fjóra einstaklinga á ólíkum aldri og með mismunandi þekkingu og reynslu af vestrænni nútímatónlist. Í þessum viðtölum var ég að kanna hversu aðgengileg tónlist Xenakis er fyrir óvana áheyrendur nútímatónlistar, og einnig að leitast við að svara því hvort annað verkið væri aðgengilegra en hitt, og af hvaða ástæðum það gæti verið.

 • Útdráttur er á ensku

  Iannis Xenakis was one of the most radical composers to emerge from the second half of the 20th Century. Originally educated as an architect and civil-engineer, Xenakis was a pioneer of applying complex mathimatical models to classical composition such as Stochastic Processes, which is an object of Probability Theory that deals with collections of random variables. He was also on the forefront of computer assisted composition.
  In this paper we will be looking at Xenakis‘ two works for solo cello, Nomos Alpha and Kottos. I will depict their contents and origins shortly, and then draw a comparison between them.
  Leading from my comparison of the works, I decided to conduct a small survey to investigate the immediate impact of Xenakis‘ music on the general audience – in this case four different people of varying age, that aren‘t necessarily acquainted with contemporary classical music on a regular basis. I also sought to answer the questions of how accessible the soundscape of Xenakis‘ music was upon first encounter, as well as to discover wether either one of the pieces could be considered more accessible than the other, and for what reasons it would be considered so.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LHÍsniðmat-BAritgerð-RagnarJónsson.pdf816.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna