is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31030

Titill: 
 • Taktur og tilfinningar : tenging milli dans og tónlistar með áherslu á þroska barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tjáning manneskjunnar í gegnum listir og mismunandi listform hefur fylgt henni frá upphafi. Tónlist og dans eru þær listgreinar sem hér verða skoðaðar og þá sérstaklega áhrif þeirra á þroska manneskjunnar. Tónlist og dans eru vissulega sitthvor listgreinin en þegar þær koma saman eru þær ein sterk órjúfanleg heild.
  Í þessari ritgerð verður tengingin á milli þessara tveggja listforma, dans og tónlistar, skoðuð og þá sérstaklega með áherslu á upplifun barna og hvernig tónlist getur haft áhrif á hreyfiþroska þeirra. Hvað á sér stað í líkamanum þegar við skynjum takt og hvað veldur því að við hreyfum okkur þegar við heyrum einhverskonar tónlist? Einnig verður velt upp spurningunum; hvað er það sem tengir þessar listgreinar saman og gerir það að verkum að þær virka vel saman til tjáningar og listsköpunnar?
  Við vinnslu ritgerðarinnar voru tekin viðtöl við reynda tónmenntakennara og danskennara um hvað það er sem þeir taka eftir þegar þessi listform eru sameinuð. Vitnað verður í rannsóknir sem gerðar hafa verið á hópum þar sem börn hafa fengið ákveðna tónlistarkennslu og hvaða áhrif það hefur á hreyfiþroska þeirra.
  Tónlist er samansett af hreyfingu og tilfinningum sem hafa bein áhrif á hlustandann. Taktur tónlistarinnar er helsta ástæðan fyrir því hvernig við bregðumst við henni því takturinn ýtir undir að við hreyfum okkur við tónlistina. Heilinn bregst við öllum myndum tónlistarinnar og hefur áhrif á stöðu-, hreyfi- og skynjunarkerfi líkamans. Það þýðir að tónlist hefur áhrif á alla hlustendur þegar hún hljómar; meðvitað eða ómeðvitað. Skynjun á takti og tilfinningum spilar einnig stórt hlutverk í upplifun barna á tónlist og þau bregðast við takti með því að hreyfa sig líkt og aðrir aldurshópar.
  Höfundur vonast til þess að þessi ritgerð opni augu þeirra sem lesa fyrir því hvað dans og tónlist eru nátengdar listgreinar og hvað þær geta haft mikil áhrif á þroska manneskjunnar.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TAKTUR OG TILFINNINGAR - .pdf685.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna