en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31031

Title: 
  • Title is in Icelandic Mikrokosmos : píanóskóli Béla Bartóks
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Béla Bartók var eitt helsta tónskáld Ungverja á 20. öld. Eftir hann liggur fjöldi tónverka, bæði hljómsveitarverk, konsertar, kammertónlist, verk fyrir píanó og ein ópera. Á meðal tónsmíða eftir hann er píanóskólinn Mikrokosmos, „lítill heimur“ stuttra tónsmíða fyrir byrjendur sem þyngjast smátt og smátt og verða loks efni til kennslu á framhaldsstigi. Lögin eru 153 og skiptast í sex bækur. Hér verður upphafið að Mikrokosmosi rakið og hvernig hugmyndin að honum kviknaði. Nokkur laganna verða greind og kafað í einkenni þeirra. M.a. má sjá ljóslega áhrif ungverskra þjóðlaga sem Bartók safnaði sem og þjóðlögum annarra þjóða í Mið- og Austur-Evrópu. Samanburður verður gerður á þessum píanóskóla Bartóks og öðru kennsluefni frá 20. og 21. öld og sérstaða Mikrokosmosar skoðuð í því ljósi. Bartók var sjálfur þaulvanur píanókennari og verða kennsluaðferðum hans lýst hér og vitnað í nemendur hans.
    Mikrokosmos er ekki aðeins skóli í píanóleik. Í honum endurspeglast hugmyndir Bartóks í tónsmíðum og opna glugga inn í heim hans sem tónskálds.

Accepted: 
  • Jun 12, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31031


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Mikrokosmos.Bartók.BA.Ritgerð.2018.pdf374.86 kBOpenComplete TextPDFView/Open