is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31033

Titill: 
  • Tölvuleikjatónlist á síðari hluta 9. áratugarins (og fram á þann 10.) : átta bita nostalgía
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um einkenni tölvuleikjatónlistar á síðari hluta 9. áratugarins og fram á þann 10. með áherslu á leikjatölvuna NES. Farið verður stuttlega í upphaf hljóðs í tölvuleikjum og þær takmarkanir sem fylgdu tækninni á fyrstu áratugum tölvuleikjanna. Farið verður þá sérstaklega í hljóðgjörva (e. sound chip) NES tölvunnar og þær takmarkanir sem honum fylgdu, og aðferðir sem notaðar voru til þess að yfirstíga þær takmarkanir. Greind verður tónlistin úr leiknum Mega Man II og hún skoðuð út frá tónlistarfræðilegum skilningi, ásamt athugun á áhrifum frá hljómsveitartónlist í henni. Stuðst var við fremur óhefðbundnar heimildir í ritgerðinni þar sem lítið af fræðilegu efni hefur við skrifað um efnið, en aðallega var fróðleikur sóttur á nördaspjallsíður og youtube rásir. Helstu niðurstöður eru þær að tæknin hafi verið hamlandi á einhvern hátt en í raun einnig hjálpað til við að skapa ákveðinn og einkennandi hljóðheim hverrar tölvu fyrir sig. Aðalfókusinn var á að skapa góðar melódíur og að tvinna fá „element“ tónlistarinnar á áhrifaríkan hátt saman. Mikið var notast við endurtekningu, bæði í formi lykkja (e. loops) en einnig endurtekningu á hrynstefjum og tónmynstrum í laglínu. Endurtekningin hafði sína kosti og galla og gat bæði hjálpað til við að skapa eftirminnilega tónlist en einnig gert spilarann leiðan á henni fyrr. Hljóðhönnuðirnir og tónskáldin þurftu að fara ýmsar krókaleiðir í forrituninni, því hljóðrásirnar fimm þurftu að nýtast bæði í tónlistina og gagnvirk hljóð sem fylgdu aðgerðum spilarans. Þar hljálpaði einnig tónlistin til við persónusköpun í leikjunum, því hljóðin sem fylgdu persónunni á skjánum voru stór hluti af hennar karakter. Í tónlistinni má heyra áhrif frá ýmsum tónlistarstílum svo sem rokki, djass og diskói og sömuleiðis hefur svo tónlist þessara tölvuleikja haft áhrif á tónlistarfólk sem á eftir kom. Velt verður upp þeirri spurningu hvort að þessar takmarkanir hafir í raun verið hamlandi eða jafnvel bara aukið á skapandi og lausnamiðaða hugsun þessara tónskálda?

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - lokaútgáfa.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna