is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31034

Titill: 
  • Balkanski, balkanski ekki : vangaveltur um ósamhverfa rytma fjarri heimahögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er margt sem við tengjum í dag frekar við klassísku tónlistarhefðina og ólík tímabil hennar heldur en eitthvað utanaðkomandi, hvort sem það er vegna aldurs eða samruna í framhaldinu, en var á sínum tíma exótískt. Debussy var til dæmis undir áhrifum af gamelan-tónlist frá Jövu þegar hann samdi Pagodes og þó Bartók hafi kannski ekki farið langt landfræðilega fór hann vel út fyrir klassísku hefðina þegar hann sótti inblástur í þjóðlagatónlist síns heimalands og annarra í kring. Á sama hátt upplifa e.t.v. margir í dag tónlist Dave Brubeck sem dæmigerðan djass en í henni má finna mörg dæmi um rytma sem voru mjög framandi flestum áheyrendum hans á sínum tíma. Í þessari ritgerð kanna ég ýmsa snertifleti þess óþekkta og þess hefðbundna með áherslu á rytma sem gjarnan eru kenndir við Balkanskagann eða sagðir búlgarskir, en eiga það öðru fremur sameiginlegt að vera ósamhverfir. Mikilvæg hugtök sem þeim tengjast eru m.a. zeibekiko og aksak. Að lokum kemst ég að þeirri niðurstöðu að þetta snúist kannski fyrst og fremst um stærðir í ákveðnum röðum.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Balkanski balkanski ekki.pdf513.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna